Vel heppnuðu Nýsköpunarmóti lokið

Gríðarlega góð stemming var á Grand Hótel 3. október þar sem rúmlega hundrað manns mættu milli kl. 13-16 og tóku þátt í samtals 230 örfundum, en hver fundur stóð yfir í 15 mínútur, á milli nýsköpunarfyrirtækja og opinberra stofnana.  26 opinberar stofnanir tóku þátt í mótinu, þar á meðal, Landspítalinn, Landhelgisgæslan, Byggðastofnun, Lögreglan o.fl. Sum fyrirtæki nýttu einnig tækifærið og hittu önnur fyrirtæki með hugsanlegt samstarf í huga. Svokallað ,,Match Making" form var notað til að koma á fundunum, þar sem aðilar skrá inn prófíl sinn á vefsvæði og í kjölfarið bóka fundi með áhugaverðum aðilum. Markmiðið með Nýsköpunarmóti var að auka enn frekar nýsköpun í opinberum rekstri og að koma á samtali á milli opinberra stofnana og fyrirtækja. 

Nú verður unnið hörðum höndum að eftirfylgni og vonandi verða til árangursríkar viðræður í kjölfarið sem styrkja fyrirtækin og opinberar stofananir enn frekar. 

Nýsköpunarmiðstöð, Ríkiskaup og Fjármála- og efnahagsráðuneytið stóðu fyrir mótinu og verður vonandi um árlegan viðburð að ræða. 

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2019

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2019

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar verður haldin í Hörpu, föstudaginn 1. nóvember 2019. Tveir starfsmenn Nýsköpuanrmiðstöðvar Íslands flytja þar erindi. Ólafur Wallevik fjallar um umhverfisvæna brúarsteypu og Gílsi Guðmundsson samsetningu og uppruna svifryks í Hvalfjarðargöngunum.
Fram á völlinn

Fram á völlinn

Kynningarfundur um verkefnið Fram á völlinn verður haldinn á Félagsheimilinu Árblik, mánudaginn 14. október kl. 17:00 Markmið verkefnisins er að hvetja til nýsköpunar í sveitum landsins og efla þannig fjölbreytni í atvinnulífi og auka lífsgæði. Verkefnið er opið öllum íbúum í sveit og verður í boði í Þingeyjarsýslum og Dölum í haust.