Vel sótt ráðstefna um loftgæði, loftræsingar, innivist og vistvottun

Húsfyllir var á ráðstefnu um loftgæði, loftræsingar, innivist og vistvottun sem haldin var af Grænni byggð og Rannsóknastofu byggingariðnaðarins við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samvinnu við Mannvirkjastofnun og Verkfræðingafélag Íslands.

Björn Marteinsson, dósent við HÍ og sérfræðingur Rb fjallaði um Áskoranir varðandi loftræsingu og orkunýtni. Í máli hans kom meðal annars fram að þörf sé á rannsóknum sem snúa að rakaíbætingu innilofts því eingöngu er til ein rannsókn sem gerð var með því tilliti fyrir 25 árum síðan.  Björn gerði könnun á vordögum hjá afmörkuðum hópi fólks til að kanna ástand innilofts og reyndist niðurstaða hennar sýna töluverða hækkun miðað við það sem áður hafði mælst 

Lykill í að eyða rakavandamálum og skaðlegt inniloft

Ólafur H. Wallevik, HR og forstöðumaður Rb hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands fór yfir mikilvægi nýsköpunar og rannsókna á sviði málaflokksins.  Ólafur lagði áherslu á að vanda yrði vel val á nýjum aðfluttum byggingarvörum og aðferðum þar sem Ísland er staðsett á erfiðu veðrasvæði og byggingarlausnir ekki alltaf sjálfkrafa gjaldgengar á milli landa

Miklar umræður sköpuðust um gæði og áhrif loftræsikerfa á íbúðar og atvinnuhúsnæði með tilliti til innilofts og loftgæða.  Farið var yfir mismunandi gerðir og uppsetningaraðferðir á ólíkum kerfum og kosti og galla þeirra.

Að auki voru eftirfarandi fyrirlestrar fluttir:

 

 Sveinn Áki Sverrisson, véltæknifræðingur, VSB verkfræðistofa:  Orkuhermun og raunnotkun – Er gott samhengi þar á milli?

Brynjar Örn Árnason, verkfræðingur, EFLA: Loftræsilausnir í BREEAM verkefnum

 

Loftræsing og loftgæði í skólum: Svansvottaður skóli á Íslandi

Alma Dagbjört Ívarsdóttir, verkfræðingur, Mannvit

SIMIEN orkuútreikningar fyrir BREEAM verkefni

Bjartur Guangze Hu, verkfræðingur, VSÓ ráðgjöf 

Loftgæði og innivist

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur, EFLA og Rb

Rekstur loftræsikerfa og orkunýtni á Íslandi 

Karl H. Karlsson, Blikksmiðjan og HR 

Þórhildur Kristjánsdóttir, Ingólfur Bachmann, Kristmann Magnússon tóku þátt í pallborðsumræðum að loknum erindum og spannst nokkur umræða um efni ráðstefnunnar. 

Fundarstjóri var Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar.

 

 

150 manns á fundi um matarauð innflytjenda

150 manns á fundi um matarauð innflytjenda

150 manns frá öllum heimshornum mættu á kynningarfund um möguleika nýaðfluttra á að koma sér upp matarvagni og bjóða upp á framandi götubita á torgum borgarinnnar. Fundurinn var haldinn í samstarfi velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Reykjavík Street Food. Markmið fundarins var að kynna þá hugmynd að efna til einskonar viðskiptastuðnings eða námskeiðs sem mundi styðja við innflytjendur sem eiga sér þann draum að standa á eigin fótum og stofna til reksturs sem byggir á þeirra eigin matarhefð og þykir jafnvel framandi hérlendis.
Mosaflísar frá MR unnu Mema - Nýsköpunarhraðal framhaldsskólanna

Mosaflísar frá MR unnu Mema - Nýsköpunarhraðal framhaldsskólanna

Nýsköpunarhraðall framhaldsskólanna (Mema) náði hámarki með verðlaunaafhendingu í ráðhúsi Reykjavíkur á fimmtudag. Fimm teymi framhaldsskólanemenda frá jafnmörgum framhaldskólum unnu að spennandi hugmyndum og frumgerðum, og kepptu um einnar milljónar króna verðlaunafé sem Veitur ofh stóðu straum af.