Viðskiptalíkan á 10 mínútum

Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur gefið út rit um viðskiptalíkön sem byggt er á reynslu frá International Center for Innovation í Danmörku. Efnið er í anda þeirrar áherslu sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands leggur á skýra framsetningu og byggist á þeim árangri sem náðst hefur með hugmyndafræði Business Model Canvas við mótun viðskiptahugmynda.
Athafnafólk og reynsluboltar frá stórum og smáum fyrirtækjum hafa tekið þátt í að móta þessa framsetningu.
Í ritinu eru leiðbeiningar um það hvernig hægt er að byggja upp viðskiptalíkön faglega en á aðeins 10 mínútum. Markmiðið er að unnið sé markvisst að því að þróa og bæta þau viðskiptalíkön sem viðskiptahugmyndirnar byggjast á. Áhugaverðir hlutir eiga sér stað þegar fólk í ólíkum fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum kemur saman og þróar nýjar vörur, þjónustu og viðskiptahugmyndir.
Frekari upplýsinga má afla hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands eða öðrum fagaðilum ef með þarf. Þessi rit og mörg önnur af svipuðum toga eru aðgengileg og ókeypis á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands www.nmi.is

 

 

Frá hugmynd til viðskiptalíkans á 10 mínútum er bæði til sem vefrit til að skoða á skjá - sem og prentskrá til að hala niður og prenta út. 

Mikil stemmning á Vísindavöku 2018

Mikil stemmning á Vísindavöku 2018

Fjölmargir litu við á básnum okkar á Vísindavöku.
Ísland er í 24. sæti samkeppnishæfni af 140 þjóðríkjum

Ísland er í 24. sæti samkeppnishæfni af 140 þjóðríkjum

Í árlegri skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) er Ísland í 24. sæti á heimsvísu.