Frumkvæði

Frumkvæði er nýtt úrræði  Vinnumálastofnunar sem unnið er í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands.  Megintilgangur verkefnisins er að styðja fólk í atvinnuleit við að búa sér til eigin störf.  Í úrræðinu Frumkvæði eiga atvinnuleitendur kost á fræðslu og leiðsögn til að kanna möguleika og tækifæri á að búa til eigið starf.  Þátttakendur kanna þörf fyrir væntanlega þjónustu eða vörur sínar á markaði og gera viðskiptaáætlun um viðkomandi verkefni til að meta hvort verkefnið er raunhæft og hvað þurfi til svo að unnt sé að búa til starf.

Forsendur atvinnuleitanda fyrir þátttöku í úrræðinu Frumkvæði

  • Að þátttakandi sé tryggður innan atvinnuleysistryggingakerfisins og þiggi nú þegar atvinnuleysisbætur. Einnig þarf þátttakandi að eiga a.m.k. sex mánuði eftir af bótatímabili sínu.

  • Að þátttakandi skuldbindi sig til að vinna í fullu starfi að eigin frumkvöðlastarfi  í samræmi við umsókn, hvort sem um er að ræða nýsköpunar- eða þróunarverkefni, framleiðslu eða þjónustu þannig að um fullnægjandi ástundun sé að ræða.

  • Að þátttakandi taki þátt í  fræðslu og vinnusmiðjum á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á samningstímanum og þiggi leiðsögn hjá starfsfólki Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

  • Að þátttakandi skili inn til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands verk- og tímaáætlun í byrjun tímabils eftir viðtal með verkefnisstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar.

  • Að þátttakandi sé í reglulegu sambandi við verkefnisstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar á meðan unnið er að eigin viðskiptahugmynd, samkvæmt verk- og tímaáætlun, en þarf ekki að stunda virka atvinnuleit á meðan.

  • Að þátttakandi skili viðskiptaáætlun eða sambærilegum gögnum til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands innan þriggja mánaða frá því að úrræði hefst. 

Umsóknarform fyrir Frumkvæði eru í umsóknakerfi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.  Umsókn er fyllt út á vefnum og send rafrænt til Nýsköpunarmiðstöðvar.  Umsóknir eru afgreiddar mánaðarlega. 

Næsti umsóknafrestur er til 10. ágúst og verður matsfundur starfsmanna Vinnumálastofnunar og Nýsköpunarmiðstöðvar  20. ágúst.  Umsóknum verður svarað fljótlega að þeim tíma liðnum.

Starfsmenn

Sigurður Steingrímsson
Sigurður Steingrímsson
Verkefnastjóri
Elín Gróa Karlsdóttir
Elín Gróa Karlsdóttir
Verkefnastjóri