Hlemmur - Setur skapandi greina

Á setrinu

Setur skapandi greina er staðsett við Hlemm og var formlega opnað 20. mars 2013 en Nýsköpunarmiðstöð Íslands átti frumkvæði að opnuninni í samstarfi við Reykjavíkurborg og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Setur skapandi greina er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi sem sameinar undir einn hatt hóp fyrirtækja og aðila á fjölbreyttu sviði skapandi greina. 

Á Setri skapandi greina er aðstaða fyrir skapandi frumkvöðla og fyrirtæki á besta stað í bænum og hafa m.a. aðilar úr sviði hugbúnaðargerðar, kvikmynda, sviðslista, myndlista, ferðaþjónustu og auglýsingagerðar haft aðstöðu þar.  

Setur skapandi greina skiptist í þrjú svæði; Hellirinn, Tónlistarklasann og Gasstöðina.  Sjá betur hér að neðan.


Hellirinn

Í Hellinum á Setri skapandi greina, sem er 450 fm rými, starfa fjölmargir frumkvöðlar að mismunandi verkefnum eins og t.d. haugbúnaðargerð.  Verkefnin og fyrirtækin eru í raun jafn fjölbreytt og þau eru mörg. 

Setur Skapandi Greina við Hlemm, Laugavegi 105 (gengið inn Hverfisgögumegin) 105 Reykjavík.

 

Hægt er að sækja um aðstöðu á Setri skapandi greina hér


Tónlistarklasinn

Í Tónlistarklasanum starfa tónlistartengdir frumkvöðlar. Mikill áhugi er fyrir því að byggja svæðið við Hlemm upp sem svæði iðandi af menningu, listum og sköpun í margvíslegu birtingarformi og engin tilviljun að Tónlistarklasanum er valinn staður þar.

Setur Skapandi Greina við Hlemm, Laugavegi 105, 105 Reykjavík.

 

Hægt er að sækja um aðstöðu á Setri skapandi greina hér.


Gasstöðin

Gasstöðin á Hverfisgötu 115 er eitt af þeim þremur svæðum sem mynda Setur skapandi greina á Hlemmi. Þar starfa metnaðarfullir hönnuðir að verkefnum sínum í frumkvöðlasetri sem rekið er af Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 

 

 Hægt er að sækja um aðstöðu á Setri skapandi greina hér


Kristján Óskarsson
Kristján Óskarsson
Verkefnastjóri