Stofnun og rekstur fyrirtækja

Stofnun og rekstur fyrirtækja snýst um þau grundvallaratriði sem varða stofnun og rekstur fyrirtækis. Fjallað er um sölu- og markaðsmál, fjárhagsáætlanir, form fyrirtækja og skattamál ásamt því að farið er yfir mismunandi gerðir viðskiptaáætlana. Út í gegnum námskeiðið vinna þátttakendur með sína viðskiptahugmynd hvort sem hún er komin til framkvæmda eða er á hugmyndastigi. Að námskeiði loknu er hægt að fá frekari aðstoð ef þörf.

Um námskeiðið

Námskeiðið snýst um þau grundvallaratriði sem varða stofnun og rekstur fyrirtækis. Fjallað er um sölu- og markaðsmál, fjárhagsáætlanir, form fyrirtækja og skattamál ásamt því að farið er yfir mismunandi gerðir viðskiptaáætlana. Út í gegnum námskeiðið vinna þátttakendur með sína viðskiptahugmynd hvort sem hún er komin til framkvæmda eða er á hugmyndastigi. Að námskeiði loknu er hægt að fá frekari aðstoð ef þörf.

Allir þátttakendur á námskeiðinu skrifa undir trúnaðaryfirlýsingu þess efnis að þeir muni ekki gera hugmyndir annarra að sínum eða á annan hátt hagnast á sértækum upplýsingum annarra þátttakenda sem sitja námskeiðið.

Í lokaáfanga námskeiðsins ættu þátttakendur að geta gert sér enn betur grein fyrir því hvort viðskiptahugmyndin sé raunhæf og líkleg til að skila árangri.

Hverjum er námskeiðið ætlað?

Stofnun og rekstur smáfyrirtækja er ætlað þeim sem búa yfir viðskiptahugmynd og hafa hug á að stofna fyrirtæki í kringum hana. Námskeiðið er einnig ætlað þeim sem hafa nýlega stofnað fyrirtæki eða vilja auka rekstrarþekkingu sína. Námskeiðið er haldið í Reykjavík.

Markmið

Að námskeiðinu loknu eiga þátttakendur að geta unnið að eigin viðskiptaáætlun, gert sér grein fyrir hvort ráðlegt sé að stofna fyrirtæki um viðskiptahugmyndina og hvernig á að bera sig að við það. Þeir eiga einnig að hafa:

 • Þekkingu á grundvallaratriðum við stofnun fyrirtækis
 • Þekkingu á þáttum sem lúta að fyrirtækjarekstri s.s. markaðsmálum, fjármálum og stjórnun
 • Þekkingu til að vinna eigin viðskiptaáætlun

Dagskrá, efnisþættir og verð

Námskeiðið er samtals 35 kennslustundir og eru helstu efnisþættir eftirfarandi:

1. dagur:  Laugardagur 27. október frá kl 12:00 til 16:00

 • Stofnandinn
 • Mikilvægi viðskiptaáætlunar
 • Viðskiptaáætlunargerð – stefnumótun og Canvas

2. dagur: Mánudagur 29. október kl. 17:00 til 21:00

 • Tímastjórnun og Trello
 • Markmiðasetning - framkvæmdaáætlanir
 • Fjárfestakynningar

3. dagur: Þriðjudagur 30. október kl. 17:00 til 21:00

 • Stofnun fyrirtækja
 • Kostnaðargreining og núllpunktur
 • Stofnkostnaður og fjármögnun

4. dagur: Miðvikudaginn 31. október kl. 17:00 til 21:00

 • Fjárhagsáætlanagerð
 • Fjármögnun, laun og skattar

5. dagur: Fimmtudagur 1. nóvember kl. 17:00 til 21:00

 • Stafræn markaðssetning
 • Efnisframleiðsla
 • Leitarvéla bestun
 • Mikilvægi vefsíðu
 • Umræða um helstu samfélagsmiðla

6. dagur: Laugardagur 3. nóvember kl. 12:00 til 16:00

 • Markaðsgreiningar og samkeppnisgreiningar
 • Markaðsáætlanir

Þátttökugjald er 62.000 kr.  


Kristján Óskarsson
Kristján Óskarsson
Verkefnastjóri