Hlemmur - Setur skapandi greina

Á setrinu

Setur skapandi greina er staðsett við Hlemm og var formlega opnað 20. mars 2013 en Nýsköpunarmiðstöð Íslands átti frumkvæði að opnuninni í samstarfi við Reykjavíkurborg og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Setur skapandi greina er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi sem sameinar undir einn hatt hóp fyrirtækja og aðila á fjölbreyttu sviði skapandi greina. 

Á Setri skapandi greina er aðstaða fyrir skapandi frumkvöðla og fyrirtæki á besta stað í bænum og hafa m.a. aðilar úr sviði leiklistar, kvikmynda, sviðslista, myndlista, hugbúnaðargerðar, ferðaþjónustu og auglýsingagerðar haft aðstöðu þar.  

Setur skapandi greina skiptist í þrjú svæði; Hellirinn, Tónlistarklasann og Gasstöðina.  Sjá betur hér að neðan.


Hellirinn

Í Hellinum á Setri skapandi greina, sem er 450 fm rými, starfa fjölmargir frumkvöðlar að mismunandi verkefnum.  Verkefnin og fyrirtækin eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. 

Setur Skapandi Greina við Hlemm, Laugavegi 105 (gengið inn Hverfisgögumegin) 105 Reykjavík.

 

Hægt er að sækja um aðstöðu á Setri skapandi greina hér


Tónlistarklasinn

Í Tónlistarklasanum starfa tónlistartengdir frumkvöðlar. Mikill áhugi er fyrir því að byggja svæðið við Hlemm upp sem svæði iðandi af menningu, listum og sköpun í margvíslegu birtingarformi og engin tilviljun að Tónlistarklasanum er valinn staður þar.

Setur Skapandi Greina við Hlemm, Laugavegi 105, 105 Reykjavík.

 

Hægt er að sækja um aðstöðu á Setri skapandi greina hér.


Gasstöðin

Gasstöðin á Hverfisgötu 115 er eitt af þeim þremur svæðum sem mynda Setur skapandi greina á Hlemmi. Þar starfa metnaðarfullir hönnuðir að verkefnum sínum í frumkvöðlasetri sem rekið er af Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 

 

 Hægt er að sækja um aðstöðu á Setri skapandi greina hér


Kristján Óskarsson
Kristján Óskarsson
Verkefnastjóri