Distributed Design Market Platform

Distributed Design Market Platform -  Markaðsvettvangur fyrir dreifða hönnun er verkefni Creative Europe sem miðar að því að styðja við evrópska skapara- og hönnunarmenningu, þróun hennar og viðurkenningu á henni, með því að styrkja skapara í því að koma sínum verkum á framfæri, veita þeim tækifæri á alþjóðlegum vettvangi og beina athygli að þeim sem mesta hæfileika hafa.

 • Hannaðu fyrir hinn raunverulega stafræna heim

 • Hannaðu hvað sem er, búðu það til hvar sem er

Um vettvanginn

Vettvangurinn mun bæta tengslin milli skapara, hönnuða og markaðarins, og sjá þeim fyrir verkfærum, áætlunum, leiðbeiningum, efni, menntun, viðburðum og tengslanetum til þess að gera þeim kleift að selja sköpun sína. Verkefninu er ætlað að stuðla að og bæta tengsl skapara og hönnuða við markaðinn (framleiðandi til markaðar) með því að styrkja hið skapandi samfélag Fablabs.io, samfélagsnet hins alþjóðlega Fab Lab samfélags sem hefur meira en 13.000 skráða notendur í meira en 40 löndum og í meira en 1.200 Fab Lab smiðjum. 

Vettvangurinn

Distributed Design Market Platform gegnir lykilhlutverki fyrir samskipti og tengslamyndun innan evrópsku skaparahreyfingarinnar.  Verkefninu er ætlað að stuðla að og bæta tengsl skapara og hönnuða við markaðinn (gerandi til markaðar):

 • Styðja við evrópska skapara- og hönnunarmenningu, þróun hennar og viðurkenningu á henni, með því að styrkja skapara í því að koma sínum verkum á framfæri, veita þeim tækifæri á alþjóðlegum vettvangi og beina athygli að þeim sem mesta hæfileika hafa;

 • bæta tengslin milli skapara, hönnuða og markaðarins, og sjá þeim fyrir verkfærum, áætlunum, leiðbeiningum, efni, menntun, viðburðum og tengslanetum til þess að gera þeim kleift að selja sköpun sína;

 • örva og koma skipulagi á starf skapara um alla Evrópu til þess að stuðla að þróun líflegrar og fjölbreytilegrar skapara- og hönnunarmenningar í Evrópu sem fjölbreyttur hópur neytenda getur notið, bæði í Evrópu og víðar;

 • örva sköpun og fjárhagslega sjálfbæra viðskiptastarfsemi skapara og hönnuða;

 • þróa og hafa umsjón með merki til að verðlauna og viðurkenna verkefni og frumkvæði skapara og hönnuða um alla Evrópu til þess að vekja athygli á þeim sem skara fram úr;

 • kynna og efla hlutverk Evrópu í menningargeiranum og tengsl þess við þróun og samhæfingu kerfa, tengslaneta og aðfangakeðja um allan heim. 

 • Vettvangurinn stuðlar að hreyfanleika og þróun innan skapandi greina sem tengjast hönnun og skaparahreyfingunni: Hjá skapandi leikmönnum, sköpurum, hönnuðum, listamönnum, arkitektum, vísindamönnum, nemendum og öðrum. 

 • Hönnuðir: Áhersla vettvangsins er á aukinn fjölda hönnuða og skapandi einstaklinga sem hanna og framleiða sjálfir vörur, oft í litlu magni, með því að nýta sér viðbótarúrræði sem eru ekki í þeirra eigu. Þetta er mögulegt með því að nota víðfeðmt net efnislegra og stafrænna kerfa fyrir nám og þjálfun, rannsóknir, hönnun, framleiðslu, dreifingu og (ör)fjármögnun. 

 • Skaparar (e. makers) : Áhersla vettvangsins er á skaparaahreyfinguna (e. makermovement)  sem laustengda hreyfingu einstaklinga um allan heim sem búa til efnisleg verk en með stafrænu ívafi og stafrænum verkfærum, oft í samstarfi við aðra og með því að deila stafrænum skjölum eða gögnum. Skaparar hittast oft og vinna í smiðjum sem eru tengdar öllum heiminum, eins og Fab Lab, Makerspace og Hackerspace, sem veita aðgang að samfélagi svipað þenkjandi aðila nær sem fjær og að ýmiss konar stafrænni framleiðslutækni sem hægt er að nota til að framleiða stafræn verkefni með auðveldum hætti á hverjum stað.

 • Dreifð hönnun: Áhersla vettvangsins er á hvernig öll þessi fyrirbæri, sem samþætta hönnunarhæfileika og nálgun „skapara“, stuðla að þróun nýrrar gerðar framtakssamra framleiðenda. Annars vegar öðlast hönnuðir meiri tæknilega og hagnýta hæfni, en hins vegar þróa skaparar hönnunarviðhorf sín og getu. Í samvinnu við skaparaahreyfinguna (e. Makermovement) er hönnun því að verða „dreifð hönnun“, sem dreifist á ýmsa aðila, ýmsar nálganir, ýmsar staðsetningar og smiðjur. Þessu verkefni er ætlað að styrkja þessa þróun og gera hana fjárhagslega sjálfbæra með því að tengja skapara við markaðinn með nálguninni „skapari til markaðar“.

 

Tenglar: 

 

@DDMPEU
#DDMPEU
#distributeddesign

 DDMP logo with EU credits