Um dreifða hönnun

Hönnun og hlutverk hönnuðarins eru að þróast og aðlagast nýjum, stafrænum heimi. Við sjáum að ný tegund hönnuða er að ryðja sér til rúms, hönnuða sem vilja breyta því hvernig vörur eru framleiddar og hvernig viðskiptavinir tengjast vörum þeirra. Við köllum þetta „dreifða hönnun“ (Distributed Design).

Þessir nýju hönnuðir hanna, framleiða sjálfir og eiga þátt í dreifingu vara sinna. Þeir vinna með nýja tækni og stafræn kerfi sem gera þeim kleift að deila verkum sínum, hanna þau í samstarfi og dreifa þeim um allan heim. Sífellt fleiri vörur eru nú hannaðar, búnar til og þeim deilt í gegnum alþjóðleg kerfi. Og þær eru framleiddar á hverjum stað með efni úr nágrenninu, í litlu magni og sérsniðnar að þörfum viðskiptavinarins.

Dreifð hönnun ryður braut fyrir nýja tegund framtakssamra hönnuða sem hafa mikil áhrif á hvernig hönnun er gerð og hvernig hún kemst til viðskiptavinarins. Til að kynna og styrkja þetta nýja svið sem hefur gerbreytt heimi hönnunar viljum við hylla bestu hönnuðina og hönnunarlausnirnar sem skara fram úr með verðlaunum.

Því gleður það okkur að kynna Distributed Design verðlaunin og óska eftir tilnefningum fyrir 1.október 2019!

Enn fremur gleður okkur að geta upplýst að Distributed Design verðlaunin verða veitt og sigurvegarinn tilkynnt þann 4.október 2019.

 

 

Distributed Design hlutir

Verðlaun

Sigurvegari  Distributed Design Awards Iceland fær 250 þúsund króna peningaverðlaun.

Sendu inn umsókn fyrir Distributed Design verðlaunin á Íslandi

Sendu inn hönnun þína fyrir 1.október 2019

Til þess að eiga möguleika á Distributed Design verðlaununum þarf varan að endurspegla nokkra af eftirfarandi þáttum:

  • Er hönnunin eða gæti hönnunin verið framleidd á Íslandi?
  • Er hönnunin gerð af natni og með áherslu á fagurfræði?
  • Gerir hönnunin öðrum aðilum kleift að sérsníða hana?

  • Tekur hönnunin tillit til þarfa notenda?
  • Almennar kröfur til umsækjenda: Varan þarf að vera gerð af íslenskum hönnuði, þróuð og framleidd á Íslandi.

Dómnefnd

Dómnefnd verður skipuð hönnuðum ásamt  fulltrúa Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og fulltrúa Institute for Advanced Architecture of Catalonia.

Verðlaunin árið 2019 hlaut VIGT.

Distributed Design verðlaunin eru veitt af Distributed Design Market Platform í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Fab Lab Ísland.

 

Sigurvegari Distributed Design verðlaunin á Íslandi 2019 hlýtur VIGT fyrir húgsgagnalínu sína, Allavega.

Karl Friðriksson forstöðumaður Fyrirtækja og frumkvöðlasviðs Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands afhenti Distributed Design verðlaunin á dögunum í húsakynnum VIGT í Grindavík.

VIGT er samstarf móður og þriggja dætra hennar sem hafa hannað og framleitt vörur á Íslandi síðan 2013.
Verkefnið byrjaði sem innblástur af kirkjubekk sem var smíðaður af afa þeirra sem síðar þróaðist í heila línu húsgagna.


,,Fyrir mörgum árum síðan smíðaði afi bekki fyrir gömlu Grindavíkurkirkju. Á bekkjunum hvíldu líkkistur á meðan á útför stóð. Haustið 1982 var gamla kirkjan afhelguð við messu og afi tók annan bekkinn með sér heim. Bekkurinn hefur gengt allavega hlutverkum síðan. Nú hefur bekkurinn fengið arftaka, hann var innblásturinn við gerð húsgagnanna”


VIGT leggur með vörum sínum áherslu á einfaldleika, gæði og réttsýni og geta verið framleiddar hvar sem er í heiminum úr staðbundnum efnivið.
Verkefnið sýnir fram á að hágæða vörur geta verið framleiddar og seldar úr gamalli hafnarvigt í litlu sjávarþorpi á Íslandi jafnt sem og annar staðar. VIGT leggur áherslu á umhverfisvæna og mannúðlega framleiðsluhætti og að vanda valið vel á samstarfsaðilum á Íslandi sem og erlendis.

VIGT hefur kjark til að framleiða vörur sýnar fyrir íslenskan markað á Íslandi. VIGT sýnir fram á að vandaðar staðbundnar vörur geta verið seldar á sanngjörnu verði fyrir alla aðila.

https://vigt.is

 

 

Tenglar: 

@DDMPEU 

#DDMPEU 
#distributeddesign

Distributed Design Awards

Distributed Design ferli

DDMP logo with EU credits