framtíðarsetur_inngangur

Framtíðarsetrið er leiðandi í nýtingu framtíðarfræða á Íslandi. Setrið er virkur þátttakandi í rannsóknum og verkefnum á sviði framtíðarfræða. Félagið hefur einnig að markmiði að fræða stjórnendur og stefnumótandi aðila og auka vægi framsýniaðferða í mótun samfélagsins og í rekstri fyrirtækja samfélaginu öllu til hagsbóta. Framtíðarsetrið vill vera virkur þátttakandi í rannsóknarverkefnum er varða samfélagstengda framtíðarþróun og önnur samfélagsverkefni og vinna að sjálfstæðum og framsæknum verkefnum á ýmsum sviðum framtíðarfræða. Framtíðarsetur Íslands hefur jafnframt það hlutverk að vekja athygli opinberra aðila og atvinnulífsins fyrir gildi ólíkra aðferða á sviði framtíðarfræða ásamt því að greina þá drifkrafta sem hafa áhrif á framþróun mála hérlendis og erlendis.

 Hlutverk félagsins er ekki að afla hluthöfum þess fjárhagslegs ávinnings af rekstri.

 Félagið mun sinna hlutverki sínu meðal annars:

  • með samstarfi við erlenda háskóla og stofnanir á sviði framtíðarrannsókna;
  • með kennslu í framsýniaðferðum og stefnumótun, stjórnendanámskeiðum auk þátttöku í stærri verkefnum og hagnýtum verkefnum stúdenta;
  • í gegnum eigin kannanir og rannsóknir, ráðstefnuhald, útgáfu og aðkomu að stærri stefnumótunarverkefnum;
  • í gegnum þátttöku í alþjóðlegum verkefnum á þessu sviði, aðild að alþjóðlegum samtökum/samstarfi og gestafyrirlesara; og
  • með því að nota þessa nálgun (sem er þverfagleg og heildstæð) við ýmis samfélagsverkefni, hvort sem um er að ræða á afmörkuð svið eða við heildarúttektir á einstaka málaflokkum.