Framtíðar­fræði

Framtíðarfræði stendur saman af aðferðum sem hægt er að beita til að greina á kerfisbundinn hátt hugsanlegar birtingarmyndir framtíðar. Ekki tískufyrirbrigði heldur grundvallar breytingar næstu 10 til 20 ár. Tilgangurinn er að sannreyna hugsanlegar birtingarmyndir meðal annars til að geta tekið betri ákvarðanir um, stefnur, markmið og leiðir. Ein áhrifamesta yfirlýsing sem gefin var út á síðustu öld var yfirlýsing John F. Kennedy, Bandaríkjaforseta árið 19xx um að senda mann til tunglsins og koma honum örugglega til jarðar aftur fyrir lok aldarinnar. Þetta verkefni varð áskorun til margra á ólíkum sviðum og er nútíminn enn að uppskera ávinning þessa á sviði vísinda og tækni. Ávinningurinn birtist einnig í formi nýunga sem einkenna okkar daglega líf og má þar nefna ýmissa snjalltæki og tækni á sviði fjarskipta og læknavísinda. Samfélög geta ekki stýrt framtíðarþróun en þau geta haft áhrif á þróunina.

Hugtök

Í þessu fagi eins og svo mörgum á sviði félagsvísinda er eru til mismunandi skilgreiningar á hugtökum og orðum sem eru notuð til að lýsa þeim þáttum sem fjallað er um á hverjum tíma. Þannig er oft notað orðið framtíðarfræði fyrir fagið, eins og gert í þessu riti. Einnig er vitnað í fagið með því að nota orðið framtíðarrannsóknir (e.future research) og svo framsýni sem þýðing á enska orðinu foresight. Rætt er um sérfræðinga á þessu sviði sem framtíðarfræðinga (e.futurest). Framtíðarfræðingar hafa í sínum fórum aðferðir til að hjálpa til að draga upp hugsanlega birtingarmyndir framtíðar, á sama hátt og sagnfræðingar segja okkur hvað hafi átt sér stað og fjölmiðlamaðurinn hvað sé að gerast. Framtíðarfræðingurinn spáir ekki um framtíðina heldur bendir á hugsanlega þróun, en getur síðan spáð um einstaka hluti með hliðsjón af viðkomandi þróun. Þó svo nálganir framtíðarfræðinga geta verið mismunandi þá er almenn sátt um eftirfarandi forsendur innan greinarinnar: 

  • Að ekki sé hægt að vita hvernig framtíðin verður en hægt er að vita um röð hugsanlegra birtingamynda framtíðarinnar.

  • Að hægt sé að breyta líkindum um framtíðar viðburði og forsendur með ákvörðun eða stefnumótun og hverjar verða afleiðingar hennar.

  • Að hægt sé að gefa líkindi og vitneskju um framtíðar hluti; við getum við vissari um sólarupprás en um vöxt á hlutabréfamarkaðnum.

  • Að engin ein aðferð er sú eina rétta; heldur sambland aðferða til að bæta að sjá fyrir hluti.

  • Að fólk í dag hefur meiri áhrif á framtíðina en þau gerði hér áður fyrr.

Framtíðarfræði sem fræðigrein

Framtíðarfræði er fræðigrein sem miðar að því að skapa og miðla þekkingu um mögulega tæknilega, félagslega og umhverfislega þróun til lengri tíma. Framtíðarfræði varð til sem fræðigrein í Kaldastríðinu eftir seinni heimsstyrjöld, þegar ör þróun á hertækni skapaði mikla óvissu um frið í heiminum. Þá vildu stjórnendur helstu herafla geta spáð fyrir um mögulegar hættur sem kynnu að stafa af vopnavæðingu andstæðra fylkinga. Margar helstu aðferðir framtíðarfræða urðu til á þessum tíma, sérstaklega í kringum 6. og 7. áratug síðustu aldar og eru margar þeirra enn notaðar í dag, þar á meðal sviðsmyndagerð, tæknispár, Delphi kannanir og fleiri. Þrátt fyrir að hafa oft sætt mikilli gagnrýni fyrir að ónákvæm og hlutlæg vinnubrögð hafa framtíðarfræði og framtíðaraðferðir náð töluverðri útbreiðslu á síðustu 2-3 áratugum. Það er sérstaklega tvennt sem hefur leitt til þess. Í fyrsta lagi hafa aðferðir verið þróaðar áfram og skerpt á ýmsum atriðum sem höfðu verið gagnrýndar. Í öðru lagi er sú mikla óvissa sem sífellt örari tækniþróun skapar og sem þrýstir á stefnumótendur og stjórnendur að huga að langtíma áhrifum ákvarðana og aðgerða sinna. Þannig hefur skapast þörf fyrir þá þekkingu sem framtíðarfræðingar búa yfir og skapa, sem hefur aftur á móti stóraukið mikilvægi framtíðarfræði sem fræðigrein.

Ísland í ljósi fræðanna

Saga framtíðarfræða hér á landi, sem fræðigrein er ekki umfangsmikil. Höfundur ásamt Sævari Kristinssyni og Eiríki Ingólfssyni hófu faglegt starf á þessu vettvangi með kynningarfundi fyrir stjórnendum og öðru áhugafólki xxx. Á fundinum var hagnýting sviðsmyndaaðferðarinnar (e.scenario) kynnt sem grunnur á stefnumótun og sem aðferð til að takast á óvissu framtíðarinnar í ólíkum rekstrarverkefnum. Þess fundur ásamt nokkrum verkefnum sem unnin voru hér á landi var síðan grunnurinn af útgáfu bókarinnar, Framtíðin. Frá óvissu til árangurs. Notkun sviðsmynda (Scenarios) við stefnumótun, árið 2007. Fyrir þennan tíma var lítið fjallað um greinina sem fræðigrein. Þó svo hér sé einstök atriði nefnd þá má ekki líta á þau sem þau einu á þessu sviði. Hugsuðurinn Gunnar Dal, tilgreinir orðið framtíðarfræði í bók sinni Þriðja árþúsundið. Framtíð manns og heims, sem kom út árið 2004. Gunnari er hugleikið margt í tengslum við framvindu mannsins og ræðir um ýmis viðfangsefni samtímans og framtíð þeirra við upphaf þriðja ársþúsundsins.