Grunn- og framhaldsskólar

Nýsköpunarmiðstöð Íslands vinnur markvisst starf í nýsköpunar-og frumkvöðlamenntun með nemendum  og kennurum í grunnskólum og framhaldsskólum. 

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG) er hugmyndasamkeppni fyrir nemendur í 5. – 7. bekk grunnskóla. Undirbúningur fer fram í skólum landsins samhliða skólaárinu þar sem nemendur fá kennslu við að þróa verkefni á sínu áhugasviði, allt frá hugmyndum til veruleika.
Nemendur í framhaldsskólum stofna og reka eigið fyrirtæki á 13 vikna námskeiði sem lýkur með vörusýningu í Smáralind. Fyrirtækið er að lokum gert upp með ársreikningi og skýrslu í lok tímabilsins.

Eyjólfur B. Eyjólfsson
Eyjólfur B. Eyjólfsson
Verkefnastjóri