Klasasetur Íslands

Klasasetur Íslands er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Bifröst og rannsóknarmiðstöðvar um stefnu og samkeppnishæfni við Háskóla Íslands. Markmið Klasaseturs er að sameina krafta umræddra aðila til að styðja enn betur klasaþróun og klasaframtök hér á landi.

Hlutverk

Hlutverk Klasaseturs Íslands er:
• Að standa fyrir fræðslu og miðlun þekkingar um stjórnun og rekstur klasa.
• Að standa að viðburðum svo sem fundum og ráðstefnum á umræddu sviði.
• Að afla gagna um klasaframtök og aðila er tengjast klösum, þannig að fyrir liggi haldgóðar upplýsingar um klasa hér á landi sem klasar og stjórnvöld geta hagnýtt. 
• Að koma að og hvetja til kennslu og nemendaverkefna um klasa á háskólastigi.
• Að koma að og hvetja til rannsókna á sviði klasa og leitast eftir að koma niðurstöðum á framfæri.
• Að vera sýnilegt í samfélagslegri umræðu um gildi klasa og klasaframtaka að fylgjast með alþjóðlegri þróun á sviðinu og miðla
henni til hérlendra klasa.

Arna Lára Jónsdóttir
Arna Lára Jónsdóttir
Verkefnastjóri
Hannes Ottósson
Hannes Ottósson
Verkefnastjóri
Karl Friðriksson
Karl Friðriksson
Forstöðumaður