Allar umsóknir og stuðningsverkefni á einum stað. Upplýsingar um styrki.
Stafrænn textíll og hringrásarhagkerfið
Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Þekkingarsetur á Blönduósi og Textílsetur Íslands blása til málþings um stafrænan textíl og hringrásahagkerfið fimmtudaginn 29.nóvember nk. kl. 9:00 - 11:00 í Þjóðminjasafni Íslands.
Meðal þeirra sem tala á málþinginu er Anastasia Pistofidou sem er stofnandi Textile-Academy og Fab Textiles Research Lab í Barcelona. Anastasia er grískur arkitekt sem er sérfræðingur í stafrænum textíl, hönnun og menntun. Rit Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um stafrænan textíll og nýsköpun í hönnun og framleiðslu textílvara verður kynnt. Á málþingi verða ennfremur áhugaverð erindi um nýjungar í textíl.
Hér er hægt að sækja rit um stafrænan textíl (pdf form)
Hér er hægt að skoða rit um stafrænan textíl í flettibókarformi (flipping book)
Dagskrá málþings
Stafrænn textíll og hringrásarhagkerfið
Nýsköpun í þróun, hönnun og framleiðslu
Dagskrá
Ávarp. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra.
Fab textiles. Towards a new discipline of Textiles, digital fabrication and biology. Anastasia Pistofidou, stofnandi Textile Academy og Fab Textiles Research lab.
Kynning á riti Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Stafrænn textíll og aðrar nýjungar, nýsköpun í hönnun, þróun og framleiðslu. Frosti Gíslason, verkefnastjóri á Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Opnun vefsíðu um stafrænan textíl. Linda Wanders, verkefnastjóri á Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Vefnaður/stafrænn vefnaður. Ragnheiður Björk Þórsdóttir, textíllistamaður og framhaldsskólakennari.
Örerindi um endurnýtingu textíls. Katrín Káradóttir, fagstjóri í fatahönnun við Listaháskóla Íslands.
Silkiormar á Íslandi - möguleikar og tækifæri. Signý Gunnarsdóttir, silkiormabóndi og fatahönnuður.
Lokaorð. Elsa Arnardóttir, forstöðumaður Þekkingarseturs á Blönduósi.
Fundarstjóri: Karl Friðriksson, forstöðumaður á Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Málstofan er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Þekkingarseturs á Blönduósi og Textílseturs Íslands.
Skráning hér fyrir neðan



