Stafrænn textíll og hringrásarhagkerfið

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Þekkingarsetur á Blönduósi og Textílsetur Íslands blása til málþings um stafrænan textíl og hringrásahagkerfið fimmtudaginn 29.nóvember nk. kl. 9:00 - 11:00 í Þjóðminjasafni Íslands.

Meðal þeirra sem tala á málþinginu er Anastasia Pistofidou sem er stofnandi Textile-Academy og  Fab Textiles Research Lab í Barcelona. Anastasia er grískur arkitekt sem er sérfræðingur í stafrænum textíl, hönnun og menntun.  Rit Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um stafrænan textíll og nýsköpun í hönnun og framleiðslu textílvara verður kynnt.  Á málþingi verða ennfremur áhugaverð erindi um nýjungar í textíl.

Hér er hægt að sækja rit um stafrænan textíl (pdf form)

Hér er hægt að skoða rit um stafrænan textíl í flettibókarformi (flipping book)

Dagskrá málþings

Stafrænn textíll og hringrásarhagkerfið 
Nýsköpun í þróun, hönnun og framleiðslu

Dagskrá

Ávarp. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra.

Fab textiles. Towards a new discipline of Textiles, digital fabrication and biology.  Anastasia Pistofidou, stofnandi  Textile Academy og Fab Textiles Research lab.

Kynning á riti Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Stafrænn textíll og aðrar nýjungar, nýsköpun í hönnun, þróun og framleiðslu. Frosti Gíslason, verkefnastjóri á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 

Opnun vefsíðu um stafrænan textíl. Linda Wanders, verkefnastjóri á Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

 Vefnaður/stafrænn vefnaður. Ragnheiður Björk Þórsdóttir, textíllistamaður og framhaldsskólakennari.

 Örerindi um endurnýtingu textíls. Katrín Káradóttir, fagstjóri í fatahönnun við Listaháskóla Íslands.

 Silkiormar á Íslandi - möguleikar og tækifæri. Signý Gunnarsdóttir, silkiormabóndi og fatahönnuður.

Lokaorð. Elsa Arnardóttir, forstöðumaður Þekkingarseturs á Blönduósi.

Fundarstjóri: Karl Friðriksson, forstöðumaður á Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Málstofan er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Þekkingarseturs á Blönduósi og Textílseturs Íslands.

              

 

Skráning hér fyrir neðan

 


Arna Lára Jónsdóttir
Arna Lára Jónsdóttir
Project Manager
Frosti Gíslason
Frosti Gíslason
Verkefnastjóri
Karl Friðriksson
Karl Friðriksson
Forstöðumaður
Linda Wanders
Linda Wanders
Verkefnastjóri