Kynning í forsalnum á ráðstefnu um velferð

Frumkvöðlum og þeim sem stunda nýsköpun í velferðarþjónustu og velferðartækni gefst tækifæri á að kynna verk sín eða hugmyndir í vörum, þjónustu eða öðru í fremri salnum á Hótel Hilton á meðan ráðstefna um velferð er í gangi miðvikudaginn 7. nóvember.

Ráðstefnan stendur frá kl. 8.30 til 15.30 í aðalsal Hótel Hilton á jarðhæð. 

Sýnendur mega koma með gardínur (roll up banner) með sér og geta fengið borð til að sýna eða kynna vöru sína og þjónustu fyrir gestum og gangandi. Ekki er gert ráð fyrir meira umstangi eða heilum básum. 

Uppsetning má eiga sér stað strax að morgni um leið og gestir koma.

8.30 Húsið opnar

9.00 Fyrsta erindi hefst

10.15 til 10.35 Fyrsta hlé

Dagskrá

12.15 til 13.15 Hádegishlé

Dagskrá

14.25 til 14.45 Annað hlé

Hér má nota tækifærið og taka niður ef menn vilja. 

15.30 Dagskrárlok.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku sína með kynningu hér að neðan. Plássið er ekki endalaust og fyrstir koma fyrstir fá. 
Ekki þarf að greiða sérstaklega fyrir að nýta þessa aðstöðu. 

Þeir sem kynna eru beðnir um að skrá sig sömuleiðis á ráðstefnuna á miðvikudeginum þann 7. nóvember.

 

Skráning í kynningu í anddyri