Stafrænt forskot

Stafrænt forskot er vefgátt þar sem finna má ókeypis safn vefrita. Við munum bjóða upp á   Vinnustofur sem hjálpa við stafrænan markaðssetningu svo sem með því að hagnýta vef, samfélagsmiðla og aðra stafræna tækni í markaðsmálum og rekstri. 

Með stafrænu forskoti geta fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar meðal annars: 

  • Mótað sér stafræna stefnu
  • Tekið næstu skref í notkun samfélagsmiðla 
  • Stýrt auglýsingabirtingum á samfélagsmiðlum og vef
  • Skipulagt og stýrt efnisframleiðslu fyrir vef og samfélagsmiðla 
  • Lært að hagnýta Google Analytics


Fyrsta skrefið er að taka stafræna prófið sem og meta  stafræna stöðu fyrirtækisins. Prófið tekur aðeins 5 mínútur. 

 

Vinnustofur

Í október og nóvember verða haldnar vinnustofur í Vestmannaeyjum.

Fyrirhugað er að halda vinnustofur á Suðurnesjum og á sunnanverðum Vestfjörðum fljótlega.

 

 

 

 

Efni án endurgjalds

 

 

Allt efnið á  vefnum og vinnustofurnar sem haldnar verða, eru án endurgjalds. Fyrirmynd verkefnisins er verkefni sem þróað hefur verið af Business Gateway í Skotlandi undir yfirskriftinni Digital Boost. Efnið er þýtt og staðfært úr efni sem fengið er frá kollegum okkar hjá Business Gateway í Skotlandi. Efnið er staðfært og aðlagaður íslenskum aðstæðum. 


Aukin eftirspurn eftir ráðgjöf

Stafrænt forskot eykur eftirspurn eftir ráðgjöf, hönnun og forritun

Stafrænt forskot er ekki samkeppni við þá fjölmörgu ráðgjafa sem bjóða fyrirtækjum þjónustu sína í stafrænum málum.  Þetta efni kemur ekki í staðinn fyrir sérhæfða ráðgjöf og þjónustu við hönnun, uppsetningu eða rekstur á vef, samfélagsmiðlum eða leitarvélarbestun svo fátt eitt sé nefnt. Þetta efni gæti hinsvegar verið fyrsta skref margra fyrirtækja í að sækja ákafar fram í stafrænum efnum og mun því frekar auka eftirspurn eftir  ráðgjöf, hönnun og forritun.


Arna Lára Jónsdóttir
Arna Lára Jónsdóttir
Verkefnastjóri
Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir
Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir
Verkefnastjóri