Allar umsóknir og stuðningsverkefni á einum stað. Upplýsingar um styrki.
Vöxtur, þróun og alþjóðasókn
Almennt um vöxt, þróun og alþjóðasókn.
Evrópumiðstöð
Enterprise Europe Network á Íslandi er aðili að tengslaneti Enterprise Europe Network sem er stærsta tækniyfirfærslunet í heiminum og er styrkt af Evrópusambandinu.
Hjá Enterprise Europe Network starfa um 3000 sérfræðingar á yfir 600 stöðum í fleiri en 60 löndum og í öllum heimsálfum. Með sérþekkingu á alþjóðlegum mörkuðum og tengslanet í allri Evrópu og víðar, aðstoðum við fyrirtæki við að komast á nýja markaði.
- Koma nýrri tækni, vöru eða þjónustu á framfæri erlendis.
- Leita að framleiðsluaðila, dreifingaraðila eða birgja.
- Leita að samstarfsaðilum í evrópsk rannsóknarverkefni.
Enterprise Europe Network á Íslandi er hluti af þeirri þjónustu sem Evrópumiðstöð Impru á Nýsköpunarmiðistöð Íslands veitir. Þjónustan er hluti af stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi og er gjaldfrjáls.
Evrópumiðstöð aðstoðar lítil og meðalstór fyrirtæki, auk háskóla og opinbera aðila, gegnum stærsta viðskiptatengslanet heims.
Creative Business Cup fyrir skapandi frumkvöðla
Ert þú skapandi frumkvöðull?
Nýsköpunarmiðstöð Íslands leitar að öflugu frumkvöðlafyrirtæki til að taka þátt í alþjóðlegu frumkvöðlakeppninni Creative Business Cup sem haldin verður 29. júní - 2. júlí 2019.
NIH Silicon Valley
Nordic Innovation House, frumkvöðlasetur fyrir norræn frumkvöðlafyrirtæki, er starfrækt í Kísildal í Kaliforníu. Frumkvöðlasetrið er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og systurstofanana á Norðurlöndunum.
Samstarf á milli heimshluta getur skilað vexti heima og á alþjóðamörkuðum eins og raunin hefur verið hjá fyrirtækjum eins og Skype og Rovio, sem skapað hafa þúsundir starfa í Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum.
NIH New York
Nordic Innovation House, frumkvöðlasetur fyrir norræn frumkvöðlafyrirtæki, starfar nú einnig í New York. Frumkvöðlasetrið er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og systurstofanana á Norðurlöndunum. Aðstaðan í New York er rekin í húsnæði á vegum We Works sem veitir setrinu mikinn sveigjanleika hvað varðar staðsetningu í þessari eftirsóttu borg.


