Vöxtur, þróun og alþjóðasókn

Almennt um vöxt, þróun og alþjóðasókn.

Evrópumiðstöð

Enterprise Europe Network á Íslandi er aðili að tengslaneti Enterprise Europe Network sem er stærsta tækniyfirfærslunet í heiminum og er styrkt af Evrópusambandinu.

Hjá Enterprise Europe Network starfa um 3000 sérfræðingar á yfir 600 stöðum í fleiri en 60 löndum og í öllum heimsálfum. Með sérþekkingu á alþjóðlegum mörkuðum og tengslanet í allri Evrópu og víðar, aðstoðum við fyrirtæki við að komast á nýja markaði.

  • Koma nýrri tækni, vöru eða þjónustu á framfæri erlendis.
  • Leita að framleiðsluaðila, dreifingaraðila eða birgja.
  • Leita að samstarfsaðilum í evrópsk rannsóknarverkefni.

Enterprise Europe Network á Íslandi er hluti af þeirri þjónustu sem Evrópumiðstöð Impru á Nýsköpunarmiðistöð Íslands veitir. Þjónustan er hluti af stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi og er gjaldfrjáls.

 

 


NIH Silicon Valley

Nordic Innovation House, frumkvöðlasetur fyrir norræn frumkvöðlafyrirtæki, er starfrækt í Kísildal í Kaliforníu. Frumkvöðlasetrið er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og systurstofanana á Norðurlöndunum.

Samstarf á milli heimshluta getur skilað vexti heima og á alþjóðamörkuðum eins og raunin hefur verið hjá fyrirtækjum eins og Skype og Rovio, sem skapað hafa þúsundir starfa í Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum.

 

 


NIH New York

Nordic Innovation House, frumkvöðlasetur fyrir norræn frumkvöðlafyrirtæki, starfar nú einnig í New York. Frumkvöðlasetrið er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og systurstofanana á Norðurlöndunum. Aðstaðan í New York er rekin í húsnæði á vegum We Works sem veitir setrinu mikinn sveigjanleika hvað varðar staðsetningu í þessari eftirsóttu borg. 

 

 


Berglind Hallgrímsdóttir
Berglind Hallgrímsdóttir
Forstöðumaður
Mjöll Waldorff
Mjöll Waldorff
Verkefnastjóri - Evrópumiðstöð (EEN)
Kjartan Due Nielsen
Kjartan Due Nielsen
Verkefnastjóri - Evrópumiðstöð (EEN)