Vöxtur, þróun og alþjóðasókn

Almennt um vöxt, þróun og alþjóðasókn.

Evrópumiðstöð

Enterprise Europe Network á Íslandi er aðili að tengslaneti Enterprise Europe Network sem er stærsta tækniyfirfærslunet í heiminum og er styrkt af Evrópusambandinu.

Hjá Enterprise Europe Network starfa um 3000 sérfræðingar á yfir 600 stöðum í fleiri en 60 löndum og í öllum heimsálfum. Með sérþekkingu á alþjóðlegum mörkuðum og tengslanet í allri Evrópu og víðar, aðstoðum við fyrirtæki við að komast á nýja markaði.

 • Koma nýrri tækni, vöru eða þjónustu á framfæri erlendis.
 • Leita að framleiðsluaðila, dreifingaraðila eða birgja.
 • Leita að samstarfsaðilum í evrópsk rannsóknarverkefni.

Enterprise Europe Network á Íslandi er hluti af þeirri þjónustu sem Evrópumiðstöð Impru á Nýsköpunarmiðistöð Íslands veitir. Þjónustan er hluti af stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi og er gjaldfrjáls.

 

 


TINC viðskiptahraðall í Silicon Valley

Markmið hraðalsins er að veita tæknisprotum aðgang að þekkingu og reynslu sem gerir þeim kleift að vaxa hraðar og með minni áhættu. 

Verkefnið er í boði fyrir íslensk, norsk, finnsk, og sænsk fyrirtæki sem hafa þróað tæknilausn sem hefur sannað sig á markaði og er  tilbúin fyrir stærri skref í gegnum TINC.

TINC er verkefni Innovation Norway upphaflega þróað í samstarfi við norsk tæknifyrirtæki, fjárfesta og tengslanet sérfræðinga í Silicon Valley.

Hraðallinn - hvað er í boði?

 • Aðgengi að samfélagi fyrirtækja og tengslaneti Nordic Innovation House í Silicon Valley 
 • Aðgengi að væntanlegum viðskiptavinum, hluthöfum og fjárfestum 
 • Tækifæri til að staðreyna tækni og viðskiptahugmynd á kröfuhörðum alþjóðlegum samkeppnismarkaði 
 • Aðgengi að mentorum úr smiðju Innovation Norway, Vinnova og Team Finland og tengslaneti þessara aðila í Silicon Valley 
 • Þjálfun og þekkingarmiðlun
 • Þátttaka í fundum, ráðstefnum og viðburðum

Erum við að leita að þér og þínu fyrirtæki?

Heppilegur umsækjandi þarf að uppfylla ákveðin skilyrði;

 • Tæknisproti sem vinnur að lausn sem á sterka möguleika á markaði og mikla vaxtarmöguleika
 • Ætlast er til þátttöku tveggja stjórnenda frá hverju fyrirtæki    
 • Unnið sé að lausn sem er tilbúin til markaðssetningar
 • Þátttakendur þurfa að vera tilbúnir til að leggja út í mikla vinnu í Silicon Valley til að læra og tengjast samstarfsaðilum, viðskiptavinum og fjárfestum. Löngun til að byggja upp varanleg og sterk sambönd og/eða finna sér góðan lendingarstað í Bandaríkjunum 
 • Þátttakendur þurfa að geta sent tvo starfsmenn í verkefnið í fjórar vikur 
 • Fyrirtækið þarf að hafa fjárhagslega burði til að fylgja áframhaldandi vinnu eftir, að verkefninu loknu
 • Lausnin sem unnið er að þarf að hafa sérstöðu á markaði 

Umsóknarfrestur er til 5. júní 2018 (ATH. umsókn þarf að vera á ensku)

Dagsetningar fyrir hraðallinn:

"kick-off" í Osló:  6. og 7. september

4 vikur TINC í Silicon Valley: 15. október til 9. nóvember

 

Nánari upplýsingar á ensku um þennan einstaka hraðal:


NIH Silicon Valley

Nordic Innovation House, frumkvöðlasetur fyrir norræn frumkvöðlafyrirtæki, er starfrækt í Kísildal í Kaliforníu. Frumkvöðlasetrið er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og systurstofanana á Norðurlöndunum.

Samstarf á milli heimshluta getur skilað vexti heima og á alþjóðamörkuðum eins og raunin hefur verið hjá fyrirtækjum eins og Skype og Rovio, sem skapað hafa þúsundir starfa í Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum.

 

 


NIH New York

Nordic Innovation House, frumkvöðlasetur fyrir norræn frumkvöðlafyrirtæki, starfar nú einnig í New York. Frumkvöðlasetrið er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og systurstofanana á Norðurlöndunum. Aðstaðan í New York er rekin í húsnæði á vegum We Works sem veitir setrinu mikinn sveigjanleika hvað varðar staðsetningu í þessari eftirsóttu borg. 

 

 


Berglind Hallgrímsdóttir
Berglind Hallgrímsdóttir
Forstöðumaður
Mjöll Waldorff
Mjöll Waldorff
Verkefnastjóri - Evrópumiðstöð (EEN)
Kjartan Due Nielsen
Kjartan Due Nielsen
Verkefnastjóri - Evrópumiðstöð (EEN)