Umhverfisvöktun

Mengunarvaldandi fyrirtækjum  ber að setja fram svokallaða umhverfisvöktunaráætlun, sem samþykkt skal af Umhverfisstofnun.

Framkvæmd vöktunaráætlunar fyrir stóriðju hefst áður en verksmiðjan tekur til starfa. Þannig er staða svæðis kortlögð fyrir framkvæmdir og fylgst er með langtímaáhrifum mengunar, á milli ára og áratuga eftir að verksmiðjan er reist.

Efnagreiningar á Nýsköpunarmiðstöð Íslands bjóða upp á fjölbreytta þjónustu tengda umhverfisvöktun á nágrenni stóriðju. Starfmenn okkar hafa áralanga reynslu af verkefnistjórnun umhverfisvöktunar og geta veitt ráðgjöf um sýnatöku, sýnameðhöndlun og mælingar.

Hermann Þórðarson
Hermann Þórðarson
Forstöðumaður
Helga Dögg Flosadóttir
Helga Dögg Flosadóttir
Fagstjóri grunnrannsókna
Kristmann Gíslason
Kristmann Gíslason
Verkefnastjóri