Allar umsóknir og stuðningsverkefni á einum stað. Upplýsingar um styrki.
Útblástur, frárennsli og úrgangur
Efnagreiningar á Nýsköpunarmiðstöð Íslands sinna loftmælingum af ýmsu tagi, í útblæstri og vinnulofti og hafa möguleika á að mæla ryk og tilteknar lofttegundir í lofti, eins og t.d. SO2, CO, NOx og flúoríð. Við framkvæmum mælingar í frárennsli eins og mælingar á fitu, ToN, ToP og snefilefnamengun. Einnig veita Efnagreiningar ráðgjöf varðandi flokkun á úrgangi og gera greiningar á úrgangi, s.s. útskolunarpróf, mælingar á snefilefnum eða þrálátum lífrænum efnum. Hægt er að beina fyrirspurnum á neðangreinda sérfræðinga.

