Stofnun og rekstur fyrirtækja

Námskeiðið fjallar um grundvallaratriði stofnunar og reksturs fyrirtækja. Fjallað er um sölu- og markaðsmál, fjárhagsáætlanir, form fyrirtækja og skattamál ásamt því að farið er yfir mismunandi gerðir viðskiptaáætlana. Út í gegnum námskeiðið vinna þátttakendur með sína eigin viðskiptahugmynd hvort sem hún er komin til framkvæmda eða er á hugmyndastigi. 

Allir þátttakendur á námskeiðinu skrifa undir trúnaðaryfirlýsingu þess efnis að þeir muni ekki gera hugmyndir annarra að sínum eða á annan hátt hagnast á sértækum upplýsingum annarra þátttakenda sem sitja námskeiðið.

Hverjum er námskeiðið ætlað?

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa viðskiptahugmynd og hafa áhuga á því að meta rekstrarhæfni hennar. Eins er námskeiðið ætlað þeim einstaklingum sem þegar hafa stofnað fyrirtæki og vilja auka rekstrarþekkingu sína. Eins á námskeiðið við fyrir þá einstaklinga sem eiga eftir að vinna stefnumótun fyrir fyrirtækið sitt, gera rekstraráætlanir, marðasáætlanir og greina fjármögnunartækifæri.

Námskeiðið er haldið í Reykjavík og á Egilsstöðum.

Markmið

Markmið námskeiðisins eru að kynna ýmis gagnleg verkfæri til fyrirtækjareksturs fyrir þátttakendum og leiðbeina þeim við fyrstu skref í rekstri. Námskeiðið veitir: 

 • Þekkingu á grundvallaratriðum við stofnun fyrirtækis
 • Þekkingu á þáttum sem lúta að fyrirtækjarekstri s.s. markaðsmálum, fjármálum og stjórnun
 • Þekkingu til að vinna eigin viðskiptaáætlun

Dagskrá, efnisþættir og verð

Námskeiðið er samtals 40 kennslustundir auk vinnustofu í lokin.

Kennt er á miðvikudögum frá klukkan 17:00-20:00 (á mánudögum á Egilsstöðum).

Helstu efnisþættir eru eftirfarandi:

10. október 2018 (15. okt. á Egs.)

 • Greining viðskiptatækifæra
 • Mikilvægi viðskiptaáætlunar
 • Viðskiptaáætlunargerð – stefnumótun og Canvas

 

17. október 2018 (22. okt. á Egs.)

 • Vara og þjónusta
 • Upplifunarhönnun
 • Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja

 

24. október 2018 (29. okt. á Egs.)

 • markaðs- og samkeppnisgreiningar
 • Markhópurinn - drauma viðskiptavinurinn
 • Markaðsáætlanir

 

31. október 2018 (5. nóv. á Egs.)

 • Stafræn markaðssetning
 • Efnisframleiðsla
 • Leitarvéla bestun
 • Mikilvægi vefsíðu
 • Umræða um helstu samfélagsmiðla

 

7. nóvember 2018 (12. nóv. á Egs.)

 • Rekstrarform fyrirtækja og skráning
 • Verðlagning og núllpunktur
 • Rekstrargjöld og tekjur

 

14. nóvember 2018 (19. nóv. á Egs.)

 • Fjárhagsáætlanagerð
 • Fjármögnun, laun og skattar

 

21. nóvember 2018 (26. nóv. á Egs.)

 • Fjárfestakynningar
 • Markaðssetning og framkvæmdaáætlanir

 

28. nóvember 2018 (03. des. á Egs.)

 • Vinnustofa, handleiðsla og fyrstu skrefin

 

Þátttökugjald er 62.000 kr.