Hlutverk og starfsemi

Lög um opinberan stuðning við nýsköpun voru samþykkt á Alþingi 15. apríl. Samkvæmt þeim lögum verður Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður frá og með 1. júlí nk. Samkvæmt 2. gr laganna skal ráðherra stofna einkahlutafélag um rekstur tækniseturs og mun starfsemi Efnis- líf og orkutækni og Rannsóknastofu byggingariðnaðarins færast þar undir. 

 

Ný lög um opinberan stuðning við nýsköpun 

Ný lög um Tæknisetur

Lög um opinberan stuðning við nýsköpun.

1. gr.  Markmið.

Markmið laga þessara er að efla opinberan stuðning við nýsköpun á landinu með sveigjanlegu stuðningskerfi, sterkum tengslum við háskólasamfélag, atvinnulíf og hagaðila og áherslu á nýsköpun á landsbyggðinni. Markmið laganna er einnig að skýra ábyrgð, einfalda verklag og forgangsraða opinberum stuðningi og þjónustu við atvinnulífið.

2. gr.  Stofnun einkahlutafélags.

Ráðherra skal stofna einkahlutafélag um rekstur tækniseturs. Við stofnun félagsins skal allt hlutafé þess vera í eigu ríkissjóðs.

3. gr.  Tilgangur félagsins.

Tilgangur félagsins er að annast rekstur tækniseturs á sviði hátækni, verkfræði, raun- vísinda og skyldra greina. Félagið skal vera óhagnaðardrifið og ekki greiða út arð til hluthafa.  Félagið skal bjóða upp á tæknilega aðstöðu fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki á sviði há- tækni, verkfræði, raunvísinda og skyldra greina, þar á meðal aðgang að aðstöðu og sérhæfð- um tækjabúnaði, m.a. búnaði til byggingarrannsókna. Félagið skal veita viðskiptavinum ráðgjöf og þjónustu og vera heimilt að taka þátt í rann- sóknarverkefnum ef við á. Félagið skal hafa yfir að ráða sérhæfðu starfsfólki og vera heimilt að gera hvers konar samninga til að ná tilgangi sínum á sem hagkvæmastan hátt. Tilgangi félagsins skal nánar lýst í samþykktum þess.