Hlutverk og starfsemi

Nýsköpunarmiðstöð Íslands hvetur til nýsköpunar og eflir framgang nýrra hugmynda í íslensku atvinnulífi með virkri þátttöku í rannsóknarverkefnum og stuðningi við frumkvöðla og fyrirtæki. Við lítum á nýsköpun sem forsendu fyrir fjölbreytni í íslensku atvinnulífi og undirstöðu sterkrar samkeppnisstöðu þess.

Hlutverk

Nýsköpunarmiðstöð Íslands heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og starfar eftir lögum um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun (nr. 75/2007).

Settur forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er Sigríður Ingvarsdóttir. Stöðugildi við stofnunina eru 83.

Kjarnastarfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar skiptist í tvö svið:

  • Stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki: Öflug stuðningsþjónusta og þekkingarmiðlun fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki.
  • Tæknirannsóknir og ráðgjöf: Hagnýtar rannsóknir og tækniráðgjöf á sviði bygginga og mannvirkja, framleiðslu, líf- og efnistækni, efnagreininga og orku.

Afgreiðslutími Nýsköpunarmiðstöðvar

Afgreiðsla Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er opin frá kl. 08:30 - 16:00 alla virka daga.