Heimsóknir á Nýsköpunarmiðstöð

Nýsköpunarmiðstöð Íslands getur í ákveðnum tilfellum tekið á móti gestum og frætt viðkomandi um starfsemina. 

Sem ríkisstofnun teljum við ekki við hæfi að standa straum af veitingum eða mat, öðru en kaffi.

Rétt er einnig að taka það skýrt fram að Nýsköpunarmiðstöð Íslands veitir EKKI áfengi í móttökum eða vísindaferðum og óskar ekki eftir heimsóknum frá fólki undir áhrifum áfengis.