Laus störf hjá NMÍ

Eftirtalin störf eru laus til umsóknar hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands

 

Starf verkefnastjóra

Spennandi og krefjandi starf á sviði nýsköpunar

Við leitum að sjálfstæðum og skipulögðum starfsmanni sem getur tekist á við fjölbreytt og krefjandi verkefni  tengd nýsköpun frumkvöðla og fyrirtækja. Verkefnin eru um allt land en starfsstöð er í Reykjavík. 

Starfssvið
- Veita frumkvöðlum og fyrirtækjum leiðsögn á sviði nýsköpunar
- Hafa umsjón með stuðningsverkefnum á sviði snjallra lausna og stafrænnar þróunar
- Kynningar og hvatningarstarf
- Fræðsla og upplýsingamiðlun
- Verkefnastjórnun og verkefnasókn

Hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði viðskipta, markaðsfræði, stjórnunar eða sambærilegt
- Frumkvæði, dugnaður og sköpunargleði
- Æskilegt að umsækjandi hafi þekkingu og reynslu úr atvinnulífinu
- Færni í töluðu og rituðu máli á íslensku og ensku
- Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum

Nýsköpunarmiðstöð Íslands veitir leiðsögn og stuðning í tengslum við nýsköpun, viðskiptahugmyndir, frumkvöðlastarf og stofnun og rekstur fyrirtækja. Laun eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um starfið veitir:
Karl Friðriksson, karlf@nmi.is.

Hvatt er til umsókna frá konum jafnt sem körlum.

Umsóknum skal skila fyrir 20. ágúst á netfangið hildur@nmi.is

Nýsköpunarmiðstöð Íslands hvetur til nýsköpunar og styður framgang nýrra hugmynda í íslensku atvinnulífi með virkri þátttöku í rannsóknum og stuðningi við frumkvöðla og fyrirtæki. Nýsköpunarmiðstöð Íslands heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

 

Hildur Sif Arnardóttir
Hildur Sif Arnardóttir
Verkefnastjóri
Karl Friðriksson
Karl Friðriksson
Forstöðumaður

Almenn starfsumsókn

Hér er hægt að sækja um starf hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands en athugið að öll störf eru auglýst sérstaklega. Allar almennar umsóknir eru settar í vörslu og geymd í eitt ár.

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Athugið að fylla verður út í þá reiti sem merktir eru með stjörnu (*). Valfrjálst er hvort fyllt er í aðra reiti umsóknarinnar.

Takk kærlega fyrir að sýna starfsemi okkar áhuga.

Persónuupplýsingar


Nafn, fyrirtæki, starf, sími