Laus störf hjá NMÍ

Verkfræðingur á Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Nýsköpunarmiðstöð Íslands auglýsir eftir verkfræðingi á sviði efnaferla og framleiðslu.  Verkefni  viðkomandi eru á sviði orku og loftslagsmála.  Starfsmaðurinn þarf að hafa  meistara- eða doktorsgráðu í verkfræði og  geta starfað bæði sjálfstætt og í hópi. 

Starfsmaðurinn þarf að vera opinn fyrir nýjungum og nýsköpun og eiga auðvelt með að setja sig inn í nýja hluti. Verkefnastjórnun,  skýrslu og umsóknaskrif eru hluti af vinnuskyldu viðkomandi. Starfsstöð viðkomandi er í höfuðstöðvum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Árleyni í  Grafarvogi. 

Launakjör eru í samræmi við gildandi kjarasamninga og stofnanasamninga hins opinbera og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%.
Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið. Umsóknir og ferilskrá sendist á starf@nmi.is og er umsóknarfrestur til 2. september 2019. 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðbjörg Óskarsdóttir, gudbjorgo@nmi.is

Nýsköpunarmiðstöð Íslands hvetur til nýsköpunar og eflir framgang nýrra hugmynda í íslensku atvinnulífi með virkri þátttöku í rannsóknum og stuðningi við frumkvöðla og fyrirtæki. Nýsköpunarmiðstöð Íslands heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

 

Jón Hreinsson
Jón Hreinsson
Fjármálastjóri/CFO
Sigríður Ingvarsdóttir
Sigríður Ingvarsdóttir
Forstjóri/CEO

Almenn starfsumsókn

Hér er hægt að senda inn almenna starfsumsókn hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Athugið samt að öll störf eru auglýst sérstaklega. Allar almennar umsóknir eru settar í vörslu og geymd í eitt ár.

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Athugið að fylla verður út í þá reiti sem merktir eru með stjörnu (*). Valfrjálst er hvort fyllt er í aðra reiti umsóknarinnar.

Takk kærlega fyrir að sýna starfsemi okkar áhuga.

Persónuupplýsingar


Nafn, fyrirtæki, starf, sími