Persónuverndarstefna

Árið 2018 tóku gildi hér á landi ný persónuverndarlög, nr. 90/2018, í samræmi við nýja persónuverndarlöggjöf í Evrópu og samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands gætir að réttindum einstaklinga sem eiga viðskipti við stofnunina. Nýsköpunarmiðstöð vill upplýsa þig um hvernig persónuupplýsingar þínar eru meðhöndlaðar og hvetur þig til að skoða persónuverndarstefnuna.

Persónuverndarstefnan

Nýsköpunarmiðstöð og persónuvernd

Nýsköpunarmiðstöð Íslands heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun, nr. 75/2007.

Í persónuverndarstefnunni er gerð grein fyrir hvernig söfnun, varðveislu, nýtingu og vinnslu persónuupplýsinga er háttað, hvort sem um er að ræða upplýsingar um viðskiptavini, starfsfólk eða aðra. Það á jafnt við hvort sem Nýsköpunarmiðstöð er í hlutverki ábyrgðaraðila eða vinnsluaðila.

Hvað eru persónuupplýsingar - hvaða upplýsingum er safnað?

Persónuupplýsingar eru upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling, beint eða óbeint, almennar, fjárhagslegar og/eða viðkvæmar.

Persónugreinanlegar upplýsingar eru gögn sem nota má til að bera kennsl á eða hafa samband við tiltekinn einstakling.

Nýsköpunarmiðstöð biður um persónugreinanlegar upplýsingar þegar þú óskar eftir leiðsögn eða skráir þig á námskeið.

Aðeins er safnað nauðsynlegum upplýsingum, svo sem nafni, símanúmeri og netfangi. Það fer eftir tilgangi söfnunarinnar hverju sinni hvaða persónuupplýsingum er safnað þar til viðbótar.

Varðveisla persónuupplýsinga

Þegar persónuupplýsingar berast Nýsköpunarmiðstöð eru þær skráðar í upplýsingakerfi með viðeigandi aðgangsstýringum. Öryggi upplýsinganna er tryggt eftir fremsta megni og aðgangur að þeim aðeins veittur starfsfólki sem hefur til þess leyfi. 

Nýsköpunarmiðstöð eyðir persónuupplýsingum sem ekki er lengur þörf á, í samræmi við viðeigandi lög og verkferla. Þó er stofnuninni óheimilt að eyða skjölum nema með heimild frá Þjóðskjalasafni Íslands, sbr. lög um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014.

Nýting persónuupplýsinga

Nýsköpunarmiðstöð vinnur aðeins með persónuupplýsingar eftir að einstaklingar hafa haft samband að fyrra bragði og þá til að svara fyrirspurnum og erindum, afgreiða beiðnir um rannsóknir, umsóknir um stuðningsverkefni, námskeið og aðsetur á frumkvöðlasetrum, sem og vinna úr umsóknum um störf. Einnig er unnið með persónuupplýsingar um einstaklinga sem skrá sig á póstlista og viðburði á vegum miðstöðvarinnar og þá sem kaupa rit í vefversluninni.

Ef þú skráir þig á póstlista Nýsköpunarmiðstöðvar er unnið með nafn þitt, netfang og vinnustað. Sú vinnsla byggist á samþykki þínu. Þér er heimilt að afturkalla það hvenær sem er og skrá þig af póstlistanum.

Nýsköpunarmiðstöð nýtir aldrei persónuupplýsingar í öðrum en upphaflegum tilgangi. Persónuupplýsingum er ekki miðlað til þriðja aðila nema að fengnu samþykki viðkomandi og/eða í samræmi við samninga og lög.

Persónuupplýsingar eru óbeint nýttar til að svara fyrirspurnum frá opinberum valdhöfum eins og Ríkisendurskoðun, fjármálaráðherra og Alþingi en eru þá jafnan ópersónugreinanlegar og settar fram í tölfræðilegu samhengi

Hverjir vinna með persónuupplýsingar?

Aðeins starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar vinnur með persónuupplýsingar og þær fara ekki út fyrir stofnunina. Persónuupplýsingum er ekki miðlað til þriðja aðila til vinnslu nema að fengnu samþykki viðkomandi og/eða í samræmi við samninga og lög.

Persónuupplýsingar og vefur Nýsköpunarmiðstöðvar

Þegar farið er inn á vef Nýsköpunarmiðstöðvar vistast vafrakökur (e. cookies) í tölvu viðkomandi. Vafrakökur eru textaskrár sem eru notaðar til að greina heimsóknir á vefsíður eftir IP-tölum. Umferð á vef Nýsköpunarmiðstöðvar er mæld með Google Analytics, vefþjónustu sem vistar IP-tölu, vef, gerð vafra, stýrikerfi og leitarorð, ef það er notað. Þessar upplýsingar eru eingöngu nýttar til að þróa vefinn og bæta þjónustu við notendur hans. Aðrar vefsíður geta ekki lesið upplýsingarnar sem geymdar eru í vafrakökunni. Allir vafrar bjóða upp á takmörkun á notkun á vafrakökum eða að slökkt sé á þeim, en það er stillingaratriði hjá notanda.

Vefur Nýsköpunarmiðstöðvar er með SSL-skilríki til að gera samskipti og gagnaflutning í gegnum hann öruggari. SSL er notað til að dulkóða ýmis samskipti, m.a. vefumferð. Með SSL eru upplýsingar sem sendar eru milli notenda vefmiðla dulkóðaðar og gögnin sem flutt eru á milli skila sér á réttan stað á öruggan máta.

Persónuverndarfulltrúi

Hlutverk persónuverndarfulltrúa Nýsköpunarmiðstöðvar er að upplýsa stofnunina og starfsfólk hennar um skyldur samkvæmt persónuverndarlögum, sinna þjálfun starfsfólks, gera úttektir, veita ráðgjöf og vera til staðar komi upp álitaefni á sviði persónuverndar. Persónuverndarfulltrúi tekur jafnframt á móti fyrirspurnum og beiðnum frá einstaklingum um persónuupplýsingar viðkomandi (personuvernd@nmi.is). Persónuverndarfulltrúi er einnig tengiliður við Persónuvernd og vinnur með henni, sem og fylgist með því að farið sé að persónuverndarlögum.

 

Samþykkt í september 2019.


Ásdís Káradóttir
Ásdís Káradóttir
Skjalastjóri