Stefna, skipurit og ársskýrsla

Stefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er að:

 • Vera málsvari og brautryðjandi nýrra hugmynda á völdum sviðum rannsókna, þróunar og vísinda.
 • Skapa öfluga innviði sem einkennast af einföldum ferlum, þjóna viðskiptavinum og styrkja starfsmenn
  Nýsköpunarmiðstöðvar.
 • Vera fyrsti valkostur sprotafyrirtækja sem leita stuðningsþjónustu og aðstoða við fjármögnun þeirra.
 • Vera burðarás í fjölþjóðlegu samstarfi rannsókna- og þróunarverkefna sem skapa þátttökuaðilum samkeppnisforskot.
 • Vera í forystuhlutverki í stuðningi og uppbyggingu skapandi atvinnugreina.

 


Umhverfisstefna

Nýsköpunarmiðstöð Íslands leggur áherslu á að hafa jákvæð áhrif á umhverfið með starfsemi sinni. Stofnunin stuðlar að því að íslenskt atvinnulíf taki fullt tillit til umhverfisáhrifa og verði þekkt fyrir ábyrga stjórnun umhverfismála.

Þetta er gert með því að:

 • Allir starfsmenn séu meðvitaðir um áhrif starfseminnar á umhverfið og leitist við að lágmarka þau
 • Leggja áherslu á nýsköpun, rannsóknir og þróun á nýrri tækni og ferlum sem minnka álag á umhverfið vegna íslensks atvinnulífs
 • Leggja áherslu á ráðgjöf og fræðslu á sviði umhverfismála
 • Sýna gott fordæmi með eigin umhverfisstjórnunarkerfi
 • Stuðla að stöðugum umbótum á sviði umhverfismála og birta upplýsingar þar að lútandi í ársskýrslu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
 • Fylgjast með og stýra áhrifum starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á umhverfið
 • Taka tillit til umhverfisáhrifa við rekstur, innkaup á aðföngum og förgun úrgangs
 • Framfylgja viðeigandi lögum og reglugerðum á sviði umhverfismála

Stjórnendateymið

Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir
Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir
Forstöðumaður
Hermann Þórðarson
Hermann Þórðarson
Forstöðumaður
Jón Hreinsson
Jón Hreinsson
Fjármálastjóri/CFO
Karl Friðriksson
Karl Friðriksson
Forstöðumaður
Ólafur Wallevik
Ólafur Wallevik
Forstöðumaður
Sigríður Ingvarsdóttir
Sigríður Ingvarsdóttir
Forstjóri/CEO