Stefna, skipurit og ársskýrsla

Stefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er að:

 • Vera málsvari og brautryðjandi nýrra hugmynda á völdum sviðum rannsókna, þróunar og vísinda.
 • Skapa öfluga innviði sem einkennast af einföldum ferlum, þjóna viðskiptavinum og styrkja starfsmenn
  Nýsköpunarmiðstöðvar.
 • Vera fyrsti valkostur sprotafyrirtækja sem leita stuðningsþjónustu og aðstoða við fjármögnun þeirra.
 • Vera burðarás í fjölþjóðlegu samstarfi rannsókna- og þróunarverkefna sem skapa þátttökuaðilum samkeppnisforskot.
 • Vera í forystuhlutverki í stuðningi og uppbyggingu skapandi atvinnugreina.

 


Forstjóri

Forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er Þorsteinn I. Sigfússon. 

   UM FORSTJÓRA NÝSKÖPUNARMIÐSTÖÐVAR


Umhverfisstefna

Nýsköpunarmiðstöð Íslands leggur áherslu á að hafa jákvæð áhrif á umhverfið með starfsemi sinni. Stofnunin stuðlar að því að íslenskt atvinnulíf taki fullt tillit til umhverfisáhrifa og verði þekkt fyrir ábyrga stjórnun umhverfismála.

Þetta er gert með því að:

 • Allir starfsmenn séu meðvitaðir um áhrif starfseminnar á umhverfið og leitist við að lágmarka þau
 • Leggja áherslu á nýsköpun, rannsóknir og þróun á nýrri tækni og ferlum sem minnka álag á umhverfið vegna íslensks atvinnulífs
 • Leggja áherslu á ráðgjöf og fræðslu á sviði umhverfismála
 • Sýna gott fordæmi með eigin umhverfisstjórnunarkerfi
 • Stuðla að stöðugum umbótum á sviði umhverfismála og birta upplýsingar þar að lútandi í ársskýrslu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
 • Fylgjast með og stýra áhrifum starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á umhverfið
 • Taka tillit til umhverfisáhrifa við rekstur, innkaup á aðföngum og förgun úrgangs
 • Framfylgja viðeigandi lögum og reglugerðum á sviði umhverfismála

Stjórnendateymið

Þorsteinn Ingi Sigfússon
Þorsteinn Ingi Sigfússon
CEO
Sigríður Ingvarsdóttir
Sigríður Ingvarsdóttir
COO
Berglind Hallgrímsdóttir
Berglind Hallgrímsdóttir
Forstöðumaður
Hermann Þórðarson
Hermann Þórðarson
Forstöðumaður
Jón Hreinsson
Jón Hreinsson
CFO
Karl Friðriksson
Karl Friðriksson
Forstöðumaður
Kristján Leósson
Kristján Leósson
Forstöðumaður (í leyfi)
Ólafur Wallevik
Ólafur Wallevik
Forstöðumaður