Stefna, skipurit og ársskýrsla

Leiðarljós Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

 • Við eflum verðmætasköpun og aukum lífsgæði með nýsköpun og ábyrgri nýtingu auðlinda á sjálfbæran hátt
 • Við erum snör í snúningum, framsækin og finnum hagnýtar lausnir við áskorunum
 • Við miðlum þekkingu og aukum nýskapandi hugsun í samfélaginu
 • Við sækjum fram í alþjóðlegu vísindasamstarfi í þágu atvinnulífsins
 • Við tengjum fólk og fyrirtæki og aukum þannig ávinning af rannsóknar- og nýsköpunarstarfi og slagkraft nýsköpunar

 

Stefna til 2023

 Haustið 2019 mótaði stjórn og starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar nýja stefnu fyrir miðstöðina fram til ársins 2023.

 

  Jafnréttisstefna

Tilgangur jafnréttisstefnu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er að tryggja jafnrétti á vinnustað og stuðla þannig að eftirsóttu vinnuumhverfi þar sem starfsfólk hefur jöfn tækifæri til að vaxa og þróast í starfi. Jafnréttisstefnan og meðfylgjandi jafnréttisáætlun ná til allra starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar. 

Í eftirfarandi jafnréttisáætlun eru sett fram markmið og aðgerðir sem tryggja starfsfólki lögboðin réttindi samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna, nr. 10/2008 (jafnréttislög). Helstu áherslur eru eftirfarandi:

 • Nýsköpunarmiðstöð leggur höfuðáherslu á jafnrétti og að starfsfólk sé metið að verðleikum út frá hæfni, reynslu og menntun.
 • Tryggja skal jafnan rétt karla og kvenna til nýrra starfa og að allt starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar eigi jafna möguleika til starfsþróunar, starfsframa, ábyrgðar og launa.
 • Þess skal gætt að starfsfólk sæti ekki áreiti eða mismunun, t.d. á grundvelli kynferðis, þjóðernis, uppruna, lífshátta, litarháttar, fötlunar, kynhneigðar, trúarskoðana eða stjórnmálaskoðana.
 • Einelti og kynferðisleg áreitni er undir engum kringumstæðum umborin á vinnustaðnum. Meðvirkni starfsfólks í einelti er fordæmd. Skilgreining og viðbragðsáætlun gagnvart einelti er að finna í sérstöku skjali.

Með jafnréttisstefnu Nýsköpunarmiðstöðvar að grundvelli er jafnréttisáætlun uppfærð á þriggja ára fresti skv. 19. gr. jafnréttislaga. Jafnréttisáætlun kveður á um aðgerðir á sviði jafnréttismála ásamt tilgreindum tímaramma og ábyrgðarskipulagi framkvæmda og eftirfylgni hverrar aðgerðar.

Samþykkt 26. mars 2020


Launastefna

Forstjóri ber ábyrgð á launastefnu Nýsköpunarmiðstöðvar. Hann ber jafnframt ábyrgð á að lagalegum kröfum og öðrum kröfum sem tengjast jafnlaunakerfinu sé framfylgt og að á hverjum tíma sé unnið skipulega að þróun kerfisins, í anda stöðugra umbóta. Framkvæmdaráð tilnefnir fulltrúa úr sínum röðum sem ábyrgðarmann jafnlaunakerfis.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands greiðir laun sem taka mið af kröfum um þekkingu, hæfni og ábyrgð sem gerðar eru til hvers starfs. 

 1. Umfang og eðli starfs hefur áhrif á laun og ræðst af fjölmörgum þáttum, svo sem reynslu, þekkingu, hæfni, ábyrgð, álagi, mannaforráðum, menntun, samstarfshæfni, stjórnun og verkefnum. 
 2. Launaákvarðanir skulu vera í samræmi við launauppbyggingu stofnunarinnar, studdar rökum og byggðar á stofnanasamningum ásamt starfaflokkun samkvæmt jafnlaunastaðli. 
 3. Tillögur um launabreytingar eru gerðar af fjármálastjóra og forstöðumönnum deilda, sem fara yfir laun allra starfsmanna stofnunarinnar, árlega eða oftar, til að tryggja að samræmis sé gætt í launaákvörðunum og launagreiðslum. Tillögur eru lagðar fyrir forstjóra stofnunarinnar til samþykktar.
 4. Starfsmenn eiga rétt á launaviðtali einu sinni á ári. Telji yfirmaður þörf á endurskoðun að loknu launaviðtali hefur hann samráð við fjármálastjóra um framhald málsins.
 5. Hjá stofnuninni eiga að vera til starfslýsingar fyrir öll störf. Þar skulu koma fram allir meginþættir starfs, svo sem kröfur um menntun, hæfni, reynslu og þá ábyrgð sem í starfinu felst auk upplýsinga um starfaflokk samkvæmt stofnanasamningi.
 6. Launastefnan samræmist starfsmannastefnu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
 7. Markmið stofnunarinnar er að tryggja öllum starfsmönnum jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn launamunur sé til staðar. Tryggja skal jafnan rétt karla og kvenna til nýrra starfa og að allt starfsfólk eigi jafna möguleika til ábyrgðar, launa, stöðuhækkana, endurmenntunar og starfsþjálfunar.

Samþykkt 26. mars 2020


Umhverfisstefna

Nýsköpunarmiðstöð Íslands leggur áherslu á að hafa jákvæð áhrif á umhverfið með starfsemi sinni. Stofnunin stuðlar að því að íslenskt atvinnulíf taki fullt tillit til umhverfisáhrifa og verði þekkt fyrir ábyrga stjórnun umhverfismála.

Þetta er gert með því að:

 • Allir starfsmenn séu meðvitaðir um áhrif starfseminnar á umhverfið og leitist við að lágmarka þau
 • Leggja áherslu á nýsköpun, rannsóknir og þróun á nýrri tækni og ferlum sem minnka álag á umhverfið vegna íslensks atvinnulífs
 • Leggja áherslu á ráðgjöf og fræðslu á sviði umhverfismála
 • Sýna gott fordæmi með eigin umhverfisstjórnunarkerfi
 • Stuðla að stöðugum umbótum á sviði umhverfismála og birta upplýsingar þar að lútandi í ársskýrslu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
 • Fylgjast með og stýra áhrifum starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á umhverfið
 • Taka tillit til umhverfisáhrifa við rekstur, innkaup á aðföngum og förgun úrgangs
 • Framfylgja viðeigandi lögum og reglugerðum á sviði umhverfismála

Framkvæmdaráð

Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir
Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir
Forstöðumaður
Hermann Þórðarson
Hermann Þórðarson
Forstöðumaður
Karl Friðriksson
Karl Friðriksson
Forstöðumaður
Ólafur Wallevik
Ólafur Wallevik
Forstöðumaður
Sigríður Ingvarsdóttir
Sigríður Ingvarsdóttir
Forstjóri/CEO
Sigurður Steingrímsson
Sigurður Steingrímsson
Starfandi fjármálastjóri/Verkefnastjóri
Berglind Hallgrímsdóttir
Berglind Hallgrímsdóttir
Sérfræðingur
Fjalar Sigurðarson
Fjalar Sigurðarson
Markaðsstjóri