Verkefnin okkar

Yfirlit yfir nokkur þau verkefni og þær rannsóknir sem unnið er að á Nýsköpunarmiðstöð Íslands um þessar mundir. 

Átak til atvinnusköpunar er styrkáætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Brautargengi er námskeið fyrir konur sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd og hefja eigin rekstur og fyrir konur sem eru í atvinnurekstri en vilja auka rekstrarþekkingu sína.
Er alþjóðleg frumkvöðlakeppni fyrir skapandi frumkvöðla
Er samstarfsverkefni Írlands, Norður-Írlands, Finnlands, Noregs og Íslands um áskoranir og tækifæri í sjálfbærri orkuframleiðslu á norðlægum svæðum þar sem aðstæður geta verið erfiðar
Intelligent motion analysis for physiotherapists.
Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG) er hugmyndasamkeppni fyrir nemendur í 5. – 7. bekk grunnskóla. Undirbúningur fer fram í skólum landsins samhliða skólaárinu þar sem nemendur fá kennslu við að þróa verkefni á sínu áhugasviði, allt frá hugmyndum til veruleika.
Stjórnendum í starfandi ferðaþjónustufyrirtækjum gefst nú kostur á að taka þátt í spennandi nýsköpunar og þróunarverkefni sem nefnist Ratsjáin. Í Ratsjánni taka stjórnendur þátt í þróunarferli sem eflir þekkingu og hæfni þeirra á sviði fyrirtækjareksturs. Verkefninu er ætlað að ná til þeirra fyrirtækja sem eru að gera góða hluti í dag en vilja efla sig enn meira í ýmsum rekstrarþáttum.
Starfsorka er átaksverkefni með það markmið að auðvelda fyrirtækjum að ráða háskóla-, tækni eða iðnmenntað fólk í atvinnuleit. Verkefnið er samstarfsverkefni Vinnumálastofnunar og Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þátttaka í verkefninu er opin fyrirtækjum og einstaklingum með rekstur á öllu landinu.
TINC er tæknisproti í öflugu hraðalsverkefni í Silicon Valley sem stendur yfir í fjórar vikur. Þetta er einstakt tækifæri til að sannreyna viðskiptamódelið og möguleika vörunnar á alþjóðlegum markaði, með minni áhættu, á styttri tíma og með minni tilkostnaði.
Nemendur í framhaldsskólum stofna og reka eigið fyrirtæki á 13 vikna námskeiði sem lýkur með vörusýningu í Smáralind. Fyrirtækið er að lokum gert upp með ársreikningi og skýrslu í lok tímabilsins.
Explosive welded corrosion resistant clad materials for geothermal plants.
Andeslúpína til að auka lífmassa af rýru landi og virði fyrir vinnslustöðvar.
Sjálfvirknivæðing dróna í gagnasöfnun.
Að nýta jarðvarma til vinnslu úr lignósellulósaríkum lífmassa.
Aukinn líftími og sjálfbærni jarðvarmavirkjanna.
Úr olíu og gas í jardvarma.
Náttúrulegar sameindir á yfirborði lífvirkra efna til að móta viðbragð ígræðlingsþega við ígræðlingi.
Ræktunartankur í iðnaðarstærð með innri lýsingu til ræktunar örþörunga.
Að greina ljósgeislun frá vetnisatómum í rafgasi.
Veiðitilraunir með ljósvörpu.