Öryggiskerfi fyrir Austurholt

Leiðbeiningar fyrir Austurholt

Öryggiskerfið í Austurholti skiptist upp í sjö svæði. (sjá teikningu)

  • Svæði tekið af verði.

Sláið inn öryggiskóðannsem er fimm tölustafir og ýtið á OFF, síðan svæðanúmerið eða svæðanúmerin sem þið hafið aðgang og eða ætlið að fara inn á. Ekki þarf að ýta á ENTER á milli svæðanúmera eða í lokin. Svæði eitt opnast og þau svæðið sem viðkomandi hefur aðgang að og eða ætlar að fara inn á.

(Ef þið vitið ekki hver öryggiskóðinn ykkar er hafið þá samband við umsjónamann fasteigna)

  • Athugið ef slegin er inn vitlaus tala er allur innsláttur hreinsaður út með því að ýta á CLEAR og síðan er byrjað frá byrjun.

Í hvert skipti sem þið þurfið að taka af svæði, sama hvaða númer það er, þá hafið þið samband við Securitas í síma 533-5533 eða í símanum við takkaborðið sem er beintengdur og gerið grein fyrir ykkur. Starfsmaður Securitas spyr um:

  • Öryggistölu ykkar, sem eru tvær öftustu tölurnar í öryggiskóðanum ykkar
  • Hvort þið verði í símasambandi og hvaða númer hann á að hringja í ef hann þarf að hafa samband
  • Hvað ætlið þið að vera lengi
  • Ath. ef þið sjáið fram á það að þið ætlið að vera lengur en þið gáfuð upp þá hafið þið aftur samband við Securitas
  • Ath. ef þið takið kerfið af áður en það fer sjálfvirkt á vörð þá þurfið þið að hringja í Securitas

Þeir sem taka svæði af eru ábyrgir fyrir því að setja svæðið á aftur eða að sjá um að það verði gert ef aðrir eru í húsinu og ætla að vera lengur.

Athugið ef annar starfsmaður kemur á eftir ykkur og verður áfram á því svæði sem þið tókuð af þá þurfið þið að fá upplýsingar hjá honum um hvað hann ætlar að vera lengi og sjá til þess að hann setji kerfið á. Hringið í Securitas og tilkynnið um tíma, hver starfsmaðurinn er og símanúmer.

  • Svæði sett á vörð

Þegar þið farið þurfið þið bara að hafa áhyggjur af svæðinu eða svæðunum sem þið tókuð af verði. Setjið kerfið á vörð með því að slá inn öryggiskóðann sem er fimm tölustafir og ýtið á ON og númerið á svæðinu sem þið tókuð af og svæðið er komið á vörð. Ekki þarf að ýta á ENTER. Ef tekin hafa verið af fleiri en eitt svæði er hægt að slá inn númerin á þeim svæðum í röð, þ.e.a.s. án þess að ýta á ENTER á milli eða í lokin. Ef starfsmenn eru að vinna á öðrum svæðum þá fer svæði eitt ekki á fyrr en síðasti maður fer úr húsi og setur sitt svæði á.

Opið er fyrir kerfi í Austurholti sem hér segir:

  • Mánudaga til föstudaga er kerfið tekið af verði kl. 7:30 og sett á vörð kl. 22:30
  • Laugardaga er kerfið tekið af verði kl. 9:00 og sett á vörð kl. 18:00
  • Sunnudaga er kerfið alltaf á verði
     
  • Athugið að hér má nálgast  leiðbeiningar um öryggiskerfið.


Leiðbeiningar fyrir Vesturholt

Öryggiskerfið í Vesturholti skiptist upp í tvö svæði. Svæði 1 og 2 (sjá teikningu)

  • Svæði tekið af verði.

Svæði 1 er fyrir alla starfsmenn NMÍ. Til að taka það svæði af, sláið innöryggiskóðannsem er fimm tölustafir ogýtið á OFF. og svæðið er farið af verði

(Ef þið vitið ekki hver öryggiskóðinn ykkar er hafið þá samband við umsjónamann fasteigna)

Svæði 2 er fyrir fyrirtæki á 2. hæði í skrifstofuálmu. Til að taka það svæði af, sláið innöryggiskóðannsem er fimm tölustafir ogýtið á OFF, síðan svæðanúmerið 2og svæðið er farið af verði. Ekki þarf að ýta á ENTER á eftir svæðanúmeri.  Ef Svæði 1 er einnig á verði þarf að velja 1 og síðan 2 og þá fer svæði 1 og 2 af verði. Ekki þarf að ýta á ENTER á milli svæðanúmera eða á eftir.

•Athugið ef slegin er inn vitlaus tala er allur innsláttur hreinsaður út með því að ýta á CLEAR og síðan er byrjað frá byrjun.  

Í hvert skipti sem þið þurfið að taka húsið af verði, þá hafið þið samband við Securitas í síma 533-5533 og gerið grein fyrir ykkur og segja hvað þið ætlið að vera lengi. Starfsmaður Securitas spyr um öryggistölu ykkar sem eru tvær öftustu tölurnar í öryggiskóðanum ykkar. Þeir sem taka húsið af verði eru ábyrgir fyrir því að setja húsið aftur á vörð eða sjá um að það verði gert ef aðrir eru í húsinu og ætla að vera lengur.

  • Svæði sett á vörð.

Þegar þið farið (svæði sett á vörð) setjið þið kerfið á með því að slá inn öryggiskóðann sem er fimm tölustafir ogýtið á ON.

Þeir sem hafa aðgang að svæði 2 slá inn öryggiskóðann sem er fimm tölustafir, ýtið á ON og veljið svo 2 og svæðið er komið á vörð. Ef viðkomandi er síðastir að yfirgefa bygginguna velur hann einnig 1. Ekki þarf að ýta á ENTER á milli svæðanúmera eða á eftir.

Opið er fyrir kerfi í Vesturholti sem hér segir:

  •  Mánudaga til föstudaga er kerfið tekið af verði kl. 7:30 og sett á vörð kl. 22:30 
  •  Laugardaga er kerfið tekið af verði kl. 9:00 og sett á vörð kl. 18:00