Átak til atvinnusköpunar - framvinduskýrsla

Styrkurinn Átak til atvinnusköpunar hefur verið lagður af. Hér er þó hægt að finna framvinduskýrslu fyrir þá aðila sem eiga eftir að fá styrkinn greiddan út en til þess þarf að skila inn framvinduskýrslu. 

Í framvinduskýrslu á að gera grein fyrir framgangi verkefnis. Gera þarf grein fyrir stöðu verkefnisins og skal miða við upplýsingar sem gefnar voru í verkáætlun.

  • Fara þarf yfir hvaða verkþáttur hefur verið unninn og hvernig var staðið að framkvæmdinni.
  • Fara þarf yfir hvaða árangur hefur náðst og hver eru næstu skref.
  • Gera þarf grein fyrir kostnaði við þá verkþætti sem unnir hafa verið og hvað fólst í þeim kostnaði.

Síðasta framvinduskýrslan verður lokaskýrsla og þarf að haka sérstaklega í þann reit. Gera þarft ítarlegri grein fyrir lokaniðurstöðu verkefnis.

  • Nauðsynlegt er að fara yfir þá verkþætti sem hafa verið unnir og hvernig var staðið að framkvæmdinni.
  • Meta þarf þann árangur sem náðst hefur í verkefninu og hverjar niðurstöður þess urðu.
  • Gera þarf grein fyrir hverju vinnan skilaði varðandi áframhaldandi framgang verkefnisins og hver verða næstu skref.
  • Gera þarf grein fyrir heildarkostnaði verkefnisins.

Æskilegt er að skýrslum sé eingöngu skilað á rafrænu formi.