Markaðssetning- Markaðsáætlun

Til að útbúa markaðs og söluáætlanir sem eru líklegri til að standast en aðrar eru fjölmörg tæki og tól nálæg til að kanna móttækileika markaðarins. Lykilatriðið er að sölu og markaðsmál vinni saman til að auka virði fyrir bæði viðskiptavininn sem og fyrirtækið. Vel unnin markaðsáætlun eykur líkur á árangri.

Gott er að kynna sér stærð markaðar (fjöldi viðskiptavina /umfang sölu) og einkenni markaðar t.d. árstíðarsveiflur. Einnig þarf að skoða vel þróunina sem hefur átt sér stað á undanförnum tímabilum. Athuga þarf hvort kauphegðun viðskiptavina hafi eitthvað breyst eða hvort einhverjir ytri þættir í efnahags- eða stjórnsýsluumhverfinu séu líklegir til að hafa áhrif á markaðinn í framtíðinni.

Hægt er að framkvæma kannanir bæði óformlegar sem og formlegar.

Markaðsáætlanir eiga að ná yfir allt markaðsstarf, hvort sem það telst í hefðbundnum miðlum eða netmiðlum og hvor sem þú nýtir þér aðferðafræði efnismarkaðssetningar eða notir hefðbundnar auglýsingar. Í markaðsáætlun gerir þú einnig ráðstafanir með söluleiðina.