Varaogmótun_Business módel Canvas

Business Model Canvas er tól sem hægt er að nota við hugmynda- og stefnumótunarvinnu, hvort sem er fyrir nýjar viðskiptahugmyndir eða starfandi fyrirtæki. Lögð er áhersla á að draga sérstöðu hugmyndar fram og hámarka verðmætasköpun. Aðferðin byggir á einföldu myndrænu korti þar sem sett eru inn aðalatriði hugmyndar er tengd: Virði vörunnar, innviðir, viðskiptavinir og fjármál. Aðferðin kom fyrst fram í bók Alexander Osterwald árið 2008 og naut strax mikilla vinsælda.

 

Mikilvægt er að skrifa ekki inn á blaðið - heldur skrifa á post-ið miða sem er auðvelt að breyta og færa til. 

Hér er rafræn útgáfa af Canvas sem heldur í þessa mikilvægu virkni að skrifa á miða og raða inn á spjaldið.     

         

 

Varan/virði Virði vörunnar

Vara eða þjónusta sem uppfyllir þarfir viðskiptavinarins og skapar fyrirtækinu sérhæfingu og samkeppnisforskot. Virði fyrir viðskiptavin getur m.a. verið fólgið í nýjungum, bættri virkni, lágu verði, betri gæðum, einföldu notendaviðmóti, góðri hönnun og sterkri ímynd.

Lykilsamstarf Lykilsamstarf

Samstarf getur aukið hagræðingu og dregið úr áhættu. Gott samstarf við birgja getur auðveldað fyrirtækinu að leggja áherslu á kjarnastarfsemi. Þátttakendur í samstarfi geta bætt hvorn annan upp og hægt er að líta til stefnumarkandi samstarfs.

Lykilstarfsemi Lykilstarfsemi

Sú starfsemi sem er nauðsynleg til að koma virði til viðskiptavina. Hérna gæti verið um að ræða hefðbundin verkefni eins og rekstur á bifreið og starfsmannahald. Mikilvægt er að huga vel að þeirri starfsemi sem skapar fyrirtækinu sérstöðu, hvort sem sú sérstaða byggir á lágu verði, miklum gæðum eða einhverju öðru.

Lykilauðlindir Lykilauðlindir

Þær auðlindir sem eru nauðsynlegar til að skapa virði fyrir viðskiptavin. Auðlindir er þau verðmæti sem fyrirtækið nýtir til að viðhalda rekstri sínum.  Þessar auðlindir geta t.d. verið mannauður, fjármagn og hugverk.

Vidskiptavinir Viðskiptavinir

Mikilvægt er að átta sig á því hvaða viðskiptavinum fyrirtækið ætlar að þjóna. Markhópum er hægt að skipta upp eftir mismunandi þörfum þeirra og fyrirtækið stefnir að því að uppfylla þarfir sinna markhópa. Markhópar geta t.d. verið fyrirtækjamarkaður, konur, unglingar, íþróttafólk og sumarhúsaeigendur.

Dreifileiðir Dreifileiðir

Fyrirtæki getur komið virði til viðskiptavina sinna með mismunandi dreifileiðum. Skilvirkar dreifileiðir eru hraðvirkar og hagkvæmar. Dreifileiðir geta t.d. verið yfir búðarborð eða í gegnum dreifingaraðila.

Markhópar Samskipti

Mikilvægt er að leggja áherslu á ákveðin og meðvituð samskipti við hvern markhóp. Samskipti við viðskiptavin geta t.d. byggt á persónulegum samskiptum eða sjálfafgreiðslu.

Kostnaður Kostnaður

Ýmis kostnaður fellur til af starfseminni og hægt er fara mismunandi leiðir. Sum fyrirtæki eru drifin áfram af því að halda öllum kostnaði í lágmarki á meðan önnur leggja meiri áherslu á gæði. Fastur kostnaður er sá kostnaður sem breytist ekki í hlutfalli við aukna framleiðslu, t.d. húsnæði. Breytilegur kostnaður er sá kostnaður sem hlýst af hverri framleiddri einingu, t.d. hráefni.

Tekjur Tekjur

Tekjur fyrirtækisins geta skilað sér með ýmsum hætti. Tekjur geta t.d. verið í formi sölu á vöru leigu, áskrift eða þóknun. 

 

Smelltu á myndina hér fyrir neðan, prentaðu út og byrjaðu að vinna. Mikilvægt er að hafa gula Post-it miða við hendina þegar unnið er með Business Model Canvas og skrifa niður orð og setja í viðeigandi reit. Einnig er hægt að vista skjalið inn í tölvuna og skrifa inn í reitina ef engir gulir miðar eru til staðar. 

Business model canvas