Spennandi efni fyrir frumkvöðla, námsmenn og fyrirtæki í nýsköpun

Hér á síðunni er að finna úrval af efni sem nýst getur frumkvöðlum og fyrirtækjum í nýsköpun.

Mynd af vefriti

 Allt efnið er ókeypis. Þetta er góður byrjunarpunktur þegar þú vilt huga að nýskapandi verkefnum, hvort sem er sem sjálfstæður frumkvöðull, í nýsköpun innan fyrirtækis, í opinberri nýsköpun eða nýsköpun á samfélagslegum forsendum. 

Ekki má gleyma öllu efninu sem hér er að finna sem hentar nemendum og kennurum í grunnskólum og framhaldsskólum til að efla frumvköðlastarf og stuðla að nýskapandi verkefnum í skólakerfinu. 

 


Vertu þinn eigin yfirmaður

Nemendahefti í pdf formi

 

Vertu þinn eigin yfirmaður 

Námsefni í nýsköpun og frumkvöðlafræði fyrir 6. - 7. bekk

Hér má nálgast nemendahefti af Vertu þinn eigin yfirmaður á pdf formi. 

Þetta hefti samanstendur af stuttum textum sem leiðbeina þér um hvernig þú fyllir út meðfylgjandi vinnublað. Á hverri opnu finnur þú dæmi um útfyllt vinnublað sem þú getur notað sem innblástur ef þú ert í vafa um hvað þú átt að gera.

Eftir því sem þú vinnur þig í gegnum heftið lærir þú smám saman á fyrirtækið þitt og þess vegna gæti þig langað til að breyta einhverju á vinnublöðunum. Það gæti því verið góð hugmynd að byrja með því að skrifa svörin við spurningunum á Post-it miða og skrifa þau

í lokin á vinnublöðin sjálf þegar þú ert viss um hvernig þú vilt hafa hlutina.


Kennsluleiðbeiningar - Vertu þinn eigin yfirmaður

Vertu þinn eigin yfirmaður
Nýsköpun og frumkvöðlafræði fyrir 5.–7. bekk
Kennsluleiðbeiningar

Hægt er að sækja pdf útgáfu af heftinu hér. 

 „Vertu þinn eigin yfirmaður“ er vinnubók sem hjálpar nemendum að gera einfalda viðskiptaáætlun. Gengið er út frá því að nemendur hafi þegar hugmynd að vöru eða þjónustu sem þeir geta notað til að gera viðskiptaáætlunina.

Það er mikilvægt fyrir ferlið og til að þroska hæfni nemenda að gefa þeim frjálsar hendur í þróun viðskiptahugmyndarinnar og ekki láta metnað hinna fullorðnu fara með hugmyndina í aðrar áttir. Leyfðu eldmóði og krafti nemendanna að drífa verkið áfram.

Námsmarkmið

Markmiðið er að nemendur fái grundvallarskilning á fyrirtækjarekstri, hljóti þjálfun í notkun helstu verkfæra sem tíðkast í frumkvöðlastarfsemi og auki færni sína á því sviði.

Skilningur á fyrirtækjarekstri

Nemendur öðlast reynslu og skilning á helstu þáttum sem fylgja frumkvöðlastarfsemi, svo sem: Þróun hugmynda, markaðsrannsóknum, greiningu á samkeppnisumhverfi, hópvinnu, markaðssetningu, hönnun, útreikningum og sölu.

Frumkvöðlahæfileikar

Nemendur munu þjálfa frumkvöðlahæfileika eins og sjálfstæði, skapandi lausnaleit, nýsköpun, skilning á eigin hæfni og samvinnu.


Næsta stig Kennsluleiðbeiningar f. 7 - 10. bekk

 

Þetta námsefni er þróað af Fonden for Entreprenørskab (Frumkvöðlasjóðnum) í Danmörku og þýtt með þeirra leyfi á íslensku. Markmiðið með námsefninu er að veita yfirsýn yfir þau stig sem 7 - 10. bekkur grunnskóla þarf að fara í gegnum í ferlinu „frá hugmynd til sölu á vöru eða þjónustu“. Kennsluefnið er eins konar vegvísir og verkfærakassi sem hægt er að leita til á öllum stigum í ferlinu. Kennsluefnið er leiðbeinandi og lögð er áhersla á að þú getir sniðið ferlið þannig að það henti sem best í þínu fagi og fyrir þinn bekk.

Ferlið fjallar um nýsköpun og frumkvöðlastarf sem miðar að því að fá fram alveg nýjar hugmyndir, sem hafa gildi fyrir aðra og í framhaldinu reyna að raungera hugmyndirnar. 

Hér má nálgast pdf útgáfu af Nýsköpun 03 - kennsluleiðbeiningum fyrir 7. til 10. bekk. 


Frá hugmynd að viðskiptalíkani

Frá hugmynd af viðskiptalíkani - Business Model Canvas

Nýsköpunarmiðstöð Íslands gefur hér út rit um viðskiptalíkön sem byggð eru á reynslu frá International Center for Innovation í Danmörku. Efnið er í anda þeirrar áherslu sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands leggur á skýra framsetningu og byggist á þeim árangri sem náðst hefur með hugmyndafræði Business Model Canvas við mótun viðskiptahugmynda.

Kynntu þér Business Model Canvas - það er ómetanlegt tæki til að móta hugmyndina skref fyrir skref - í rökréttri röð.

Frítt niðurhal af ritinu „Frá hugmynd að viðskiptalíkani“ má nálgast hér.


Samfélagsleg nýsköpun

Hugtakið samfélagsleg nýsköpun hefur átt auknu fylgi að fagna á síðustu árum. Í sinni einföldustu mynd er samfélagsleg nýsköpun ekki svo frábrugðin hefðbundinni nýsköpun, nema að meginmarkmiðið er að skapa samfélagslegt virði. Þannig leggur samfélagsleg nýsköpun áherslu á breytingar í samfélaginu en skapar um leið tekjur til að styðja við þær breytingar. Samfélagsleg nýsköpun styðst við aðferðir frumkvöðla við að skapa lausnir við samfélagslegum vandamálum og nýtir sér ítrunarferli við að þróa afurð.

Þetta rit um viðskiptalíkön er byggt á reynslu frá Internationalt Center for Innovation í Danmörku. Efnið er í anda áherslna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um skýra framsetningu og árangur við að nota hugmyndafræði Business Model Canvas við mótun viðskiptahugmynda.

Frítt niðurhal af ritinu „Samfélagsleg nýsköpun - frá hugmynd að viðskiptalíkani“ má nálgast hér á pdf formi.


Hannes Ottósson
Hannes Ottósson
Verkefnastjóri
Eyjólfur B. Eyjólfsson
Eyjólfur B. Eyjólfsson
Verkefnastjóri
Karl Friðriksson
Karl Friðriksson
Forstöðumaður