Spennandi efni fyrir frumkvöðla og fyrirtæki í nýsköpun

Hér á síðunni er að finna úrval af efni sem nýst getur frumkvöðlum og fyrirtækjum í nýsköpun.

Mynd af vefriti

 Allt efnið er ókeypis. Þetta er góður byrjunarpunktur þegar þú vilt huga að nýskapandi verkefnum, hvort sem er sem sjálfstæður frumkvöðull, í nýsköpun innan fyrirtækis, í opinberri nýsköpun eða nýsköpun á samfélagslegum forsendum. 

 

Frá hugmynd að viðskiptalíkani

Frá hugmynd af viðskiptalíkani - Business Model Canvas

Nýsköpunarmiðstöð Íslands gefur hér út rit um viðskiptalíkön sem byggð eru á reynslu frá International Center for Innovation í Danmörku. Efnið er í anda þeirrar áherslu sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands leggur á skýra framsetningu og byggist á þeim árangri sem náðst hefur með hugmyndafræði Business Model Canvas við mótun viðskiptahugmynda.

Kynntu þér Business Model Canvas - það er ómetanlegt tæki til að móta hugmyndina skref fyrir skref - í rökréttri röð.

Frítt niðurhal af ritinu „Frá hugmynd að viðskiptalíkani“ má nálgast hér.Samfélagsleg nýsköpun

Hugtakið samfélagsleg nýsköpun hefur átt auknu fylgi að fagna á síðustu árum. Í sinni einföldustu mynd er samfélagsleg nýsköpun ekki svo frábrugðin hefðbundinni nýsköpun, nema að meginmarkmiðið er að skapa samfélagslegt virði. Þannig leggur samfélagsleg nýsköpun áherslu á breytingar í samfélaginu en skapar um leið tekjur til að styðja við þær breytingar. Samfélagsleg nýsköpun styðst við aðferðir frumkvöðla við að skapa lausnir við samfélagslegum vandamálum og nýtir sér ítrunarferli við að þróa afurð.

Þetta rit um viðskiptalíkön er byggt á reynslu frá Internationalt Center for Innovation í Danmörku. Efnið er í anda áherslna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um skýra framsetningu og árangur við að nota hugmyndafræði Business Model Canvas við mótun viðskiptahugmynda.

Frítt niðurhal af ritinu „Samfélagsleg nýsköpun - frá hugmynd að viðskiptalíkani“ má nálgast hér á pdf formi.