CRISTAL ráðstefna 7. september 2018

Ráðstefnan er liður í Erasmus+ verkefninu CRISTAL sem hefur verið í gangi síðan 2015 og er Norðurþing tilraunasamfélag í verkefninu. Verkefnið snýr að því að auka tæknimennt, nýsköpun og sjálfbærni í kennslu á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi ásamt framhaldsfræðslu. Ráðstefnan fer fram í sal Borgarhólsskóla á Húsavík.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands stýrir verkefninu og eru bæði Þekkingarnet Þingeyinga sem og skólar í Norðurþingi samstarfsaðilar í verkefninu, ásamt Háskólanum á Akureyri og tveimur erlendum samstarfsaðilum; Lindberg&Lindberg vélaverkfræðistofa og verkstæði í Svíþjóð og Azienda Agricola „Dora“ sem er lífrænn ólífubóndi á Sikiley. 

ATH- Hluti ráðstefnunnar fer fram á ensku.  Nauðsynlegt er að skrá sig á ráðstefnuna hér fyrir neðan. Síðasti skráningardagur er 6. september. Þátttaka er án endurgjalds.

 

Dagskrá

09:30 – Kaffi og skráning

10:00 – Setning - Þekkingarnet Þingeyinga

10:10 – Ferðalagið til þessa – CRISTAL verkefnið  - Selma Dögg Sigurjónsdóttir, NMI

10:30 – Nýsköpun í skólastarfi, áskoranir og árangur til framtíðar

Ingvi Hrannar Ómarsson kennsluráðgjafi í Árskóla á Sauðárkróki sem nýverið var valinn einn af hundrað áhrifavöldum um menntamál í heiminum af hundred.com.   

11:00 – CRISTAL Knowledge Center - Mats Lindberg 

11:20 – Uppskrift að sjálfbærri frumkvöðlastarfssemi í dreifbýli - kortlagning auðlinda, samfélag, þekking og reynsla  – Vincenza Ferrera, ólífubóndi

11:40 – Skapandi skólastarf  - Kristín Dýrfjörð

12:00 – Hádegisverður – Fosshótel Húsavík

13:15 – Virknistöðvar  
Ráðstefnugestir fá tækifæri til að prófa aðferðir og leiðir í skólastarfi  - Sýnd verða m.a. verkefni sem unnin hafa verið í verkefninu og hvernig megi nýta þau í kennslu.  

  • Smáforrit í kennslu t.d. bitsboard, padlet og answer garden
  • Forritun vélmenna og Microbit verkefni til að kenna STEM greinar
  • Stafræn sköpun og handverk
  • Skapandi leiðir í leikskólastarfi
  • Þrívíddaprentun og örgjörvatölvur í kennslu  
  • Maker space svæði - slepptu sköpunarkraftinum lausum
  • Sjálfbærni í skólastarfi
  • Kynning á tækjum og tólum í skapandi skólastarfi frá Miðstöð Skólaþróunar við Háskólann á Akureyri
  • Kynning á nýskapandi kennsluefni í tengslum við Nýsköpunarkeppni grunnskólanna
  • Sýnishorn CRISTAL verkefna

14:30 – Umræður og samantekt

15:00 – Ráðstefnulok

SkráningLogo samstarfsaðila í Cristal verkefninu