Fram á völlinn

Verkefnið, Fram á völlinn  er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og kemur í kjölfar verkefnisins Gríptu boltann sem Framleiðnisjóður stóð að.  Markmið verkefnisins er að hvetja til nýsköpunar í sveitum landsins og efla þannig fjölbreytni í atvinnulífi og auka lífsgæði.

Verkefnið nær til landsins alls en framkvæmdin verður á afmörkuðum svæðum hverju sinni. Á haustmisseri 2019 kemur verkefnið til framkvæmdar í Þingeyjarsýslum og í Dölum.

Þátttakendur 

Verkefnið er opið öllum íbúum í sveit.  Verkefni geta verið af fjölbreyttum toga og í öllum atvinnugreinum.  Gerð verður krafa um að þátttakendur skuldbindi sig til að vinna að sköpun eigin atvinnutækifæris meðan á verkefninu stendur.  

Þátttökugjald 

Ekkert þátttökugjald er í verkefninu. 

Vinnusmiðjur 

Vinnusmiðjur eru aðra hverja  viku, 4 tíma í senn og gert er ráð fyrir að hluti tímans fari í leiðsögn og vinnu við verkefnin. Því til viðbótar hafa þátttakendur aðgengi að leiðbeinendum eftir þörfum hvers og eins. 

Leiðsögn verður einstaklingsbundin og háð eðli og umfangi verkefna sem og þörfum þátttakenda.   Rafræn leiðsögn verður í boði en einnig gefst þátttakendum kostur á að hitta starfsmenn NMÍ á starfstöðvum miðstöðvarinnar, eða í tengslum við vinnusmiðjur.

 Þema í vinnusmiðjum

 Þátttakendur fara í greiningu á þekkingu, færni og áhugaviði. Unnið að greiningu á þörfum á markaði og hvaða lausnir koma á móts við þá þörf.  Greining á þörfum getur eftir atvikum dregið nýjar hugmyndir fram í dagsljósið.  Sagt verður frá reynslu annarra, á Íslandi eða erlendis.

 Unnið að þróun hugmynda. Lögð verður áhersla á að víkka hugmyndir út og hugsanlegar tengingar við starfsemi á svæðinu eða annarsstaðar skoðað.

 Aðferðafræði og viðskiptaáætlanagerð kynnt ásamt þjálfun í notkun þeirra.

 Ítarleg leiðsögn með aðstoð fjarfundabúnaðar með hverjum og einum þátttakanda.

 Fræðsla og vinnusmiðja um markaðsmál.  Verðlagning og dreifing skoðuð.

 Fjármál 1 – Kostnaðargreining  - RML.

 Fjármál 2 – Áætlanagerð – RML.

 Vinnusmiðja í gerð viðskiptaáætlana.

 Leiðsögn með aðstoð fjarfundabúnaðar með hverjum og einum þátttakanda eftir þörfum þar til verkefni er fullmótað.

 

Vinnusmiðjur á Laugum

29.10.2019  Vinnusmiðja 1)  17:00 til 20:00

05.11.2019  Vinnusmiðja 2)  17:00 til 20:00

12.11.2019  Vinnusmiðja 3)  17:00 til 20:00

Vinnusmiðja 4) Leiðsögn með hverjum og einum. Tímasett í samráði við viðkomandi.

19.11.2019  Vinnusmiðja 5)  17:00 til 20:00

26.11.2019  Vinnusmiðja 6)  17:00 til 20:00

03.12.2019  Vinnusmiðja 7)  17:00 til 20:00

10.12.2019  Vinnusmiðja 8)  17:00 til 20:00

 

Vinnusmiðjur í  Árbliki

28.10.2019  Vinnusmiðja 1)  17:00 til 20:00

04.11.2019  Vinnusmiðja 2)  17:00 til 20:00

11.11.2019  Vinnusmiðja 3)  17:00 til 20:00

Vinnusmiðja 4) Leiðsögn með hverjum og einum. Tímasett í samráði við viðkomandi.

18.11.2019  Vinnusmiðja 5)  17:00 til 20:00

25.11.2019  Vinnusmiðja 6)  17:00 til 20:00

02.12.2019  Vinnusmiðja 7)  17:00 til 20:00

09.12.2019  Vinnusmiðja 8)  17:00 til 20:00

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til og með sunnudeginum 27. október. 

Umsóknarform

Verkefnið er í boði á tveimur stöðum í vetur, Dölum og Þingeyjarsýslum. Veldu þann stað sem þú hyggst mæta á.

Starfsmenn

Selma Dögg Sigurjónsdóttir
Selma Dögg Sigurjónsdóttir
Verkefnastjóri
Sigurður Steingrímsson
Sigurður Steingrímsson
Starfandi fjármálastjóri/Verkefnastjóri