Betri orkubúskapur og lýsing gróðurhúsa

Verkefnistengiliðir
Geir Guðmundsson

English English

Verkefnið miðast að því að bæta orkunýtingu í gróðurhúsaræktun á Íslandi og kortleggja hagkvæmni innanhússræktunar almennt, með tilliti til tækninýjunga í gróðurhúsalýsingu, breyttrar hönnunar gróðurhúsa og innleiðingu nýrra aðferða í orkuvinnslu og varmaflutningi. Markmiðið er að bæta skilyrði til grænmetisframleiðslu á Íslandi, en niðurstöður verk-efnisins munu einnig hafa þýðingu fyrir tengdar greinar, svo sem ræktun blóma, berja, trjáa og runna.
Verkefnið mun styðja við sjálfbæra matvælaframleiðslu, aukið matvælaöryggi, lækkun kol-efnisspors í gróðurhúsaræktun, ábyrgari auðlindanýtingu og framleiðslu hollari matvæla. Nýjar hönnunarforsendur gróðurhúsa munu byggja á tölvulíkunum og þær forsendur verða lagðar til grundvallar útreikningum á hagkvæmni og fjárfestingarþörf í greininni. Verkefnið mun einnig kanna hagkvæmni innanhússræktunar í þéttbýli, m.a. á lækningajurtum, og samþættingu innanhússræktunar og borgararkitektúrs.

Timalengd verkefnis: 2018- 2021

Hluti í verkefninu

 • Verkefnistjórn
 • Varmafræðileg hermun á gróðurhúsum
 • Geislun og geislunareinangrun
 • Hugmyndavinna um hönnun umhverfisvænna gróðurhúsa fyrir norðlægar slóðir
 • Hámörkun lýsingar og raforkusparnaðar
 • Kæling og rafmagnsframleiðsla með jarðhita
 • Öflun og nýting umhverfisvæns og ódýrs koltvísýrings fyrir ræktun

 Samstarfsaðilar

 • Landbúnaðarháskóli Íslands
 • Association for Vertical Farming (alþjóðleg inniræktunarsamtök)
 • Hárækt / Vaxa
 • Studio Granda arkitektastofa

Þakkir

Verkefnið er styrkt af Tækniþróunarsjóði.

Taeknithrounarsjodur Logo