IMA

Intelligent motion analysis for physiotherapists.
Verkefnistengiliðir
Páll Árnason

English English

Nýsköpunarmiðstöð Íslands stýrir nýju sam-evrópsku þróunarverkefni í vöðva- og hreyfigreiningu með styrk frá  Evrópusambandinu. Kostnaður við verkefnið er 2,8 millj. evra.

Markmið verkefnisins er að skapa einfalda og ódýra mælitækni sem hentar sjúkraþjálfurum til að meta ástand sjúklinga sinna. Hugsunin er sú að þegar sjúklingur kemur í tíma séu fjórir til sex nemar festir á húð hans, hann framkvæmi staðlaða hreyfingu og sjúkraþjálfarinn fái á skjáinn nákvæmar upplýsingar um hreyfigetuna. Markmiðið er að þetta ferli taki innan við fimm mínútur og geti því rúmast í hefðbundnum 30 mínútna tíma sjúklingsins.

Í verkefninu er horft til vandamála í öxl og hné. Greind er hreyfigeta sjúklings og hvernig einstakir vöðvar taka þátt í þeirri hreyfingu. Sjúkraþjálfarinn (og sjúklingurinn) fá upplýsingar um hvernig staðan er:

  • í samanburði við það sem getur talist heilbrigt fyrir einstakling af sama kyni og aldri.
  • í samanburði við fyrri mælingar á sama sjúklingi.

Verkefnistími: 2012 - 2016

http://www.imatec.is

Hluti í verkefninu

  • Verkefnisstjórn.
  • Hreyfiskynjun, merkjavinnsla og hugbúnaður sem tengist henni.
  • Samþætting hug- og vélbúnaðar.

Samstarfsaðilar

  • Kiso (IS)
  • Instituto de Biomecánica de Valencia (ES)
  • Intelligent Systems Research Institute (UK)
  • Fisioterapia Marítim en Valencia (ES)
  • Sjukrathjalfun Islands (IS)
  • Felag Sjukraþjalfara (IS)
  • Asociación Española de Fisioterapeutas (ES)
  • The Royal Dutch Society for Physical Therapy (NL)

Þakkir

Þetta verkefni er styrkt af sjöundu rammaáætlun Evrópusambandsins fyrir rannsóknir og þróun og hefur styrknúmerið 315551.

European Union Flag Logo   Seventh framework programme logo