Libbio

Andeslúpína til að auka lífmassa af rýru landi og virði fyrir vinnslustöðvar.
Verkefnistengiliðir
Páll Árnason

English English

Nýsköpunarmiðstöð Íslands leiðir sam-evrópskt þróunarverkefni um lífmassa-framleiðslu og aðra úrvinnslu lúpínu. Evrópusambandið veitir fimm milljóna evra styrk eða ríflega 600 milljónir ísl. króna, til verkefnisins.

Evrópusambandið hefur sett sér það markmið að draga úr vægi jarðolíu í hagkerfinu og vera betur sjálfu sér nægt um lífafurðir. Með LIBBIO-verkefninu vill Evrópusambandið auka lífmassaframleiðslu af rýru landi og styrkja þar með lífhagkerfið án þess að nota verðmætt ræktarland.  Á Íslandi er mikið af mjög rýru landi og hér hefur Alaskalúpínan dafnað um árabil.

Lupinus mutabilis er frá Suður-Ameríku og hefur verið notuð til ræktunar fóðurs og matar í Andesfjöllunum um árabil. Nýlegar athuganir sýna að hún vex vel á meginlandi Evrópu og er talið líklegt að einhver yrki hennar geti vaxið vel á Íslandi. Þessi tegund er einær og er því mjög ólík alaskalúpínu sem er fjölær. Suður-Ameríska lúpínan virðist ekki vera ágeng á meginlandi Evrópu og eru því litlar líkur á að hún verði það á Íslandi, en það verður kannað sérstaklega.

Í LIBBIO-verkefninu verður skoðað hvernig vinna má olíu, prótein og fóður úr lúpínunni eða nota hana til orkuframleiðslu. Á Íslandi verður áhersla lögð á að kanna möguleika lúpínuna til vaxtar á rýru landi með það fyrir augum að nýta hana til uppgræðslu eða fóðurframleiðslu.

Timalengd verkefnis: 2016 - 2020

http://www.libbio.net

Hluti í verkefninu

  • Verkefnisstjórnun.
  • Próteinvinnsla til annarra nota en matvæla.
  • Orkuvinnsla úr afgöngum.

Samstarfsaðilar

  • Landgræðsla ríkisins (IS)
  • Hanze University of Applied Sciences (NL)
  • Wageningen University and Research (NL)
  • Louis Bolk Instituut (NL)
  • Color and Brain B.V. (NL)
  • Vandinter Semo B.V. (NL)
  • The German Institute of Food Technologies (DE)
  • The Agricultural Research and Education Centre Raumberg-Gumpenstein (AT)
  • Agencia Estatal Consejo Superior de Investigaciones Científicas (ES)
  • Instituto Superior de Agronomia (PT)
  • Lusosem – Produtos Para Agricultura, S.A. (PT)
  • Agricultural University of Athens (GR)
  • The University of Agricultural Sciences and Veterinary Medicine Iasi (RO)

Þakkir

Verkefnið er styrkt af samstarfsneti evrópska lífmassaiðnaðarins, innan H2020 rannsóknaráætlunar Evrópusambandsins, samkvæmt verkefnissamningi nr. 720726.

 Bio Based Industries Partnership  Horizon 2020 Logo  Bio Based Industries Consortium