Allar umsóknir og stuðningsverkefni á einum stað. Upplýsingar um styrki.
MEET


Markmið MEET verkefnisins er að gera jarðvarmaorku aðgengilegri heiminum með því að minnka upphafskostnað svokallaðra EGS (e. Enhanced Geothermal System) brunna. EGS virkjanir eru skapaðar þar sem hiti er í jörðu en lítið sem ekkert af gegndræpi og vökvamettun. Vatni er dælt niður í jörðina þar sem það hitnar svo hægt sé að framleiða með því rafmagn þegar því hefur verið dælt aftur uppá yfirborðið. Tæknileg framþróun á þessu sviði gerir því heiminum kleift að beisla þá miklu ónýttu jarðvarmaorku sem fyrirfinnst víða.
Til þess að auka markaðsvægi jarðavarmaorku í Evrópu verður helsta markmið MEET að sýna fram á hagkvæmni EGS virkjanna í rafmagns- og hitaframleiðslu þegar að öllum helstu jarðfræðilegum umhverfum (crystalline, sedimentary, metamorphic, volcanic) kemur. MEET mun einnig vinna að því að kortleggja efnilegustu svæðin þar sem EGS virkjanir gætu verið reistar í nálægri framtíð.
Timalengd verkefnis: 2018-2021
Hluti í verkefninu
- Breyting á olíubrunnum í jarðvarmavirkjanir til þess að komast hjá því að bora niður í heita jörð, sem minnkar upphafskostnað virkjananna.
- Auka orkunýtingu á lághitavirkjunum (60-90°C) með því að nota tvívökvakerfi (e. Organic Rankine Cycle).
Samstarfsaðilar
Frakkland
- ÉS-Géothermie
- Unilasalle
- Geophysical Inversion & Modeling Labs
- Université de Cergy-Pontoise
- Vermilion Energy
- ENOGIA
- FEBUS OPTICS
- Ayming
Belgía
- Institut royal des Sciences naturelles de Belgique
Þýskaland
- Technische Universität Darmstadt
- Universitätsenergie Göttingen GmbH
- Georg August Universiat
- Helmholtz-Zentrum Potsdam
- GeoThermal Engineering
Króatía
- Fakultet elektrotehnike i računarstva
Ísland
- HS Orka
Þakkir
Verkefnið er styrkt af H2020 rannsóknaráætlunar Evrópusambandsins, samkvæmt verkefnissamningi nr. 764086-2.