Orku- og umhverfisvæn álframleiðsla

Verkefnistengiliðir
Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir
Guðmundur Gunnarsson

English English

Meginmarkmið verkefnisins er að ljúka þróun nýrrar rafgreiningaraðferðar (Beck cell) til að framleiða ál og súrefni við 750°C með lóðréttum óvirkum (“inert”) for- og bakskautum samkvæmt efnajöfnunni:    2 Al2O3    4 Al  + 3 O2

Þar sem kolefnisforskaut er ekki notað eins og við hefðbundna (Hall-Héroult) framleiðslu þá myndast súrefni við rafgreininguna í stað koldíoxíðs.  Því verður til um 1 tonn af súrefni per tonn af áli við þessa framleiðslu  samanborið við um 1,5 tonn af CO2 per tonn af áli sem myndast við núverandi framleiðslu aðferðir.  Annar kostur við þessa aðferð er að álframleiðsla sem byggir á þessari nýju tækni þarf ekki að vera jafnstór í sniðum og núverandi álver til þess að standa undir framleiðslukostnaði.  Þannig má ímynda sér að hægt verði að reisa smærri álver víðar svo sem nálægt úrvinnsluiðnaði.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands er í þessu verkefni í samstarfi við Íslenska fyrirtækið Arctus Metals ehf. sem hefur unnið að þróun þessarar aðferðar um nokkurt skeið. Einkaleyfi hefur verið fengið á aðferðinni í Bandaríkjunum.

Timalengd verkefnis: 2017- 2020

Hluti í verkefninu

  • Verkefnistjórn
  • Tæknilegt framkvæmd

 Samstarfsaðilar

  • Arctus Metal ehf.

Þakkir

Verkefnið er styrkt af Tækniþróunarsjóði.

Taeknithrounarsjodur Logo