TINC - viðskiptahraðall í Silicon Valley

TINC er tæknisproti í öflugu hraðalsverkefni í Silicon Valley sem stendur yfir í fjórar vikur. Þetta er einstakt tækifæri til að sannreyna viðskiptamódelið og möguleika vörunnar á alþjóðlegum markaði, með minni áhættu, á styttri tíma og með minni tilkostnaði.
Verkefnistengiliðir

TINC tæknihraðall í Silicon Valley

TINC er tæknisproti í öflugu hraðalsverkefni í Silicon Valley sem stendur yfir í fjórar vikur

Þetta er einstakt tækifæri til að sannreyna viðskiptamódelið og möguleika vörunnar á alþjóðlegum markaði, með minni áhættu, á styttri tíma og með minni tilkostnaði. 

Fyrirtækin sem verða valin þurfa að standa undir kostnaði við ferðir og uppihald tveggja starfsmanna í fjórar vikur í Bandaríkjunum, en fá jafnframt myndarlegan styrk. Styrkurinn stendur undir sjálfu námskeiðsgjaldinu, sem er umtalsvert fyrir hvern þátttakanda. 

Nánari upplýsingar á ensku um þennan einstaka hraðal:

Markmið hraðalsins er að veita tæknisprotum aðgang að þekkingu og reynslu sem gerir þeim kleift að vaxa hraðar og með minni áhættu. 

Verkefnið er í boði fyrir íslensk, norsk, finnsk, og sænsk fyrirtæki sem hafa þróað tæknilausn sem hefur sannað sig á markaði og er  tilbúin fyrir stærri skref í gegnum TINC.

TINC er verkefni Innovation Norway upphaflega þróað í samstarfi við norsk tæknifyrirtæki, fjárfesta og tengslanet sérfræðinga í Silicon Valley.

Hraðallinn - hvað er í boði?

  • Aðgengi að samfélagi fyrirtækja og tengslaneti Nordic Innovation House í Silicon Valley 
  • Aðgengi að væntanlegum viðskiptavinum, hluthöfum og fjárfestum 
  • Tækifæri til að staðreyna tækni og viðskiptahugmynd á kröfuhörðum alþjóðlegum samkeppnismarkaði 
  • Aðgengi að mentorum úr smiðju Innovation Norway, Vinnova og Team Finland og tengslaneti þessara aðila í Silicon Valley 
  • Þjálfun og þekkingarmiðlun
  • Þátttaka í fundum, ráðstefnum og viðburðum

Erum við að leita að þér og þínu fyrirtæki?

Heppilegur umsækjandi þarf að uppfylla ákveðin skilyrði:

  • Tæknisproti sem vinnur að lausn sem á sterka möguleika á markaði og mikla vaxtarmöguleika
  • Ætlast er til þátttöku tveggja stjórnenda frá hverju fyrirtæki    
  • Unnið sé að lausn sem er tilbúin til markaðssetningar
  • Þátttakendur þurfa að vera tilbúnir til að leggja út í mikla vinnu í Silicon Valley til að læra og tengjast samstarfsaðilum, viðskiptavinum og fjárfestum. Löngun til að byggja upp varanleg og sterk sambönd og/eða finna sér góðan lendingarstað í Bandaríkjunum 
  • Þátttakendur þurfa að geta sent tvo starfsmenn í verkefnið í fjórar vikur 
  • Fyrirtækið þarf að hafa fjárhagslega burði til að fylgja áframhaldandi vinnu eftir, að verkefninu loknu
  • Lausnin sem unnið er að þarf að hafa sérstöðu á markaði 

Umsóknafrestur er til 25. maí

Dagsetningar fyrir hraðallinn:

"kick-off" í Osló:  6. og 7. september

4 vikur TINC í Silicon Valley: 15. október til 9. nóvember