Yfirborðs-Raman­ greining

Verkefnistengiliðir

English English

Tilgangur verkefnisins er að hanna og framleiða málmyfirborð sem mótuð eru á örsmæðarskala fyrir yfirborðsmögnun Raman-drefingar, en það eru ljóshrif sem nýta má til efnagreiningar. Yfirborðin verða hönnuð með það fyrir augum að framkvæma megi mælingar gegnum undirlagið, frekar en að mælt sé í gegnum sýnið sem verið er að skoða, eins og algengast er í núverandi kerfum. Þessi nýja aðferð býður upp á Raman mælingar á frumum í rækt, í örflæðiskerfum og mælingar á vökvum sem ekki eru gegnsæir, svo sem í blóði eða mjólk. Aðferðin verður rannsökuð með tilliti til þess að greina frumubreytingar sem tengjast sérhæfingu stofnfruma.

Timalengd verkefnis: 2016 - 2018

Hluti í verkefninu

Nýsköpunarmiðstöð Íslands er verkefnisstjóri í þessu verkefni og ber ábyrgð á tæknilegri framkvæmd verkefnisins.

Samstarfsaðilar

  • Tufts University, Boston (US)
  • Háskólinn í Reykjavík (IS)
  • Blóðbankinn í Reykjavík (IS)

Þakkir

Verkefnið er styrkt af Rannsóknasjóði.

Rannsóknasjóður logo