Å Pitch í Turku - styrkur í boði fyrir þátttakendur
Å Pitch Turku verður haldið 28.ágúst nk. og er fyrsti Nordic value-based viðburður sem tekur á nýsköpun til góðs og kallast hann „Å Pitch - do good, do business“ Frumkvöðlar og fyrirtæki sem búa yfir tækni eða lausnum sem auka samfélagslegt virði hvort sem það er hreinsun hafsins, matarnýting, vatnssparnaður eða minnkun gróðurhúsaáhrifa ofl. eru hvött til að taka þátt.
Íslensku frumkvöðlarnir eiga von á styrk ef öll umbeðin skilyrði eru uppfyllt. Umsóknarfrestur til og með 4.júlí. Hægt er að sækja um styrk hér
Pitch keppni verður einnig haldin á milli skráðra fyrirtækja og í verðlaun eru $ 10.000!
Fjárfestar, frumkvöðlar, fyrirtæki og stofnanir frá Svíþjóð, Danmörku, Eistlandi, Póllandi og Bretlandi hittast og ræða samstarf, fjármagn, fjárfestingar og sameiginleg viðskiptatækifæri.
Matchmaking viðburður verður haldinn á sama tíma, þar sem fyrirtæki geta átt one on one fundi með fjárfestum og fyrirtækjum. Skráning hér
Þarna gætir þú hitt framtíðar samstarfsaðila.
