Íslenska fyrirtækið Kara Connect valið í herferð Enterprise Europe Network

Teymi frá vinstri : Birkir Ólafsson, Jón Jónsson, Hilmar Eiðsson, Hilmar Emilsson, Tinna Sigurðardót…
Teymi frá vinstri : Birkir Ólafsson, Jón Jónsson, Hilmar Eiðsson, Hilmar Emilsson, Tinna Sigurðardóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

Árlega fer Enterprise Europe Network af stað með herferðir utan um árangurssögur fyrirtækja sem hafa fengið stuðning frá Enterprise Europe Network í sínu heimalandi og/eða erlendis. Kallast þær „Ready to Grow“

Íslenska fyrirtækið Kara Connect varð nýlega fyrir valinu sem „Ready to Grow“ árangurssaga og er núna hluti af herferð þar sem sex evrópsk fyrirtæki fá umfjöllun á Twitter og á miðlægri heimasíðu þeirra. Hægt er að lesa um hennar árangurssögu á heimasíðu Enterprise Europe Network og á Twitter er myndskeið af sögu fyrirtækisins.

Hafðu samband við Enterprise Europe Network á Íslandi ef þitt fyrirtæki hefur áhuga á að taka þátt. 

Enterprise Europe Network  er alþjóðlegt netverk í yfir 60 löndum sem sérhæfir sig í að aðstoða fyrirtæki í nýsköpun og alþjóðlegum vexti. Netverkið hefur á síðastliðnum 10 árum byggt upp stórar miðlægar netrásir til að dreifa fréttum, myndböndum og viðtölum við fyrirtæki sem eru staðsett um allan heim. Eitt af lykilatriðum markaðsfræðinnar er að dreifa upplýsingum um fyrirtæki og vöru á sem flesta viðeigandi staði til að ná athygli. Þó svo að t.d. Twitter netverkið skáki ekki Katie Perry í sínu aðgengi að fjöldanum, þá eru þessir miðlar að tala við sérsniðin markhóp sem skiptir höfuðmáli fyrir fyrirtæki.

Því er tilvalið að nýta þetta tækifæri, þínu fyrirtæki algjörlega að kostnaðarlausu, og senda inn árangurssögu sem á möguleika að ná athygli ekki bara í Evrópu heldur um allan heim. Netverkið er með skrifstofu á Íslandi og þau gefa þér frekari upplýsingar um árangurssögur og þá þjónustu sem boðið er upp á.

 Það sem þarf vera fyrir hendi er:

  • Verkefnið þarf að vera efnilegt og hafa getu til að vaxa erlendis.
  • Fyrirtæki þurfa að hafa þegið stuðning frá Enterprise Europe Network
  • Metnaður fyrir verulegum alþjóðlegum vexti

 Möguleiki á enn umsvifameiri umfjöllun

Fyrirtæki sem taka þátt í þessu verkefni eiga tækifæri á enn frekari og umsvifameiri umfjöllun sem endar með fullbúnu myndbandi eins og sjá má í myndbandi um fyrirtæki í Austurríki sem sérhæfir sig í gerð hugbúnaðar sem breytir texta í táknmál.

Teymi Tækniskólans: Katrín Eva Hafsteinsdóttir,  Hrafnhildur Ósk Ásmundsdóttir, Róbert Orri Gunnarss…

Zetan - hjólastólasessa sigrar í nýsköpunarhraðli

Lið frá Tækniskólanum bar sigur úr býtum í nýsköpunarhraðlinum MeMa 2018 Uppblásanleg sessa fyrir hjólastólanotendur sem kallast Zetan, hlaut fyrstu verðlaun í nýsköpunarhraðlinum MeMa - Mennta Maskína.
Verksmiðjan eflir nýsköpun 13- 16 ára

Verksmiðjan eflir nýsköpun 13- 16 ára

Verksmiðjan er nýsköpunarkeppni ungs fólks á aldrinum 13 til 16 ára, þar sem hugmyndir og uppfinningar verða að veruleika. Að verkefninu standa Samtök iðnaðarins, RÚV, Nýsköpunarkeppni grunnskólanna, Fab Lab, menntamálaráðuneytið og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.