Kynningarfundur í kvöld, stafrænt gagnaþon

Gagnaþon fyrir umhverfið er nýsköpunarkeppni opin öllum og fer fram stafrænt 12.-19. ágúst. Þátttakendur þróa lausnir byggðar á opinberum gögnum umhverfinu til góða. Þátttakendur vinna saman í 2-5 manna teymum yfir heila viku með stuðningi leiðbeinanda. Hægt er að keppa í þremur flokkum og veitt verða verðlaun í hverjum flokki:

  • Besta gagnaverkefnið - 750.000 kr.

  • Endurbætt lausn - 450.000 kr.

  • Besta hugmyndin - 200.000 kr.

 

Fyrir áhugasama fer fram kynningarviðburður á Zoom, fimmtudaginn 6.ágúst þar sem áhugasamir geta fræðst um fyrirkomulag keppninnar og tekið þátt í Kahoot. Kynningarfundurinn hefst klukkan 19.30 í beinni á Facebooksíðu gagnaþonsins.

 

Keppnin hefst með setningarathöfn 12.ágúst í beinni útsendingu frá facebook síðu gagnaþonsins en Guðmundur Ingi umhverfisráðherra mun flytja opnunarávarp.

 

Úrslit verða kunngjörð miðvikudaginn 26.ágúst í beinni útsendingu þar sem rektorar Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands ásamt öðrum samstarfsaðilum tilkynna hvaða lið hafa borið sigur úr býtum í hverjum flokki.

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru framkvæmdaraðilar verkefnisins ásamt öðrum opinberum stofnunum sem leggja fram gangasett. Aðrir samstarfsaðilar eru HÍ, HR, HA, Félagsvísindasvið HÍ, Forsætisráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

 

Hægt er að nálagst nánari upplýsingar um keppnina og skrá sig á vefsíðunni hakkathon.island.is

 

--

 

Frekari upplýsingar veita Kristjana Björk Barðdal & Hulda Birna Baldursdóttir verkefnastjórar hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Sími 858-7862, 660-1973 kristjana@nmi.is & hulda@nmi.is 

 

Hátt í 200 manns skráðir til leiks í gagnaþoni fyrir umhverfið

Hátt í 200 manns skráðir til leiks í gagnaþoni fyrir umhverfið

Gagnaþon fyrir umhverfið hófst 12. ágúst með setningarathöfn í beinni útsendingu á facebook síðu Gagnaþonsins, og beint á Vísi.is. Guðmundur Ingi umhverfisráðherra opnaði keppnina og hvatti þátttakendur til þess að finna lausnir á umhverfisvánni. Hátt í tvöhundruð manns eru skráðir til leiks í gagnaþoninu.
Stafrænt forskot - umsókn um styrk til 15. september

Stafrænt forskot - umsókn um styrk til 15. september

Verkefnið er unnið í samstarfi við landshlutasamtök og atvinnuþróunarfélög víðs vegar um land. Vegna áforma um lokun er styrkur 2020 úthlutað í október.