Mikil stemmning á Vísindavöku 2018
01. október 2018
Mikill fjöldi lagði leið sína í Laugardalshöll á föstudaginn þar sem Vísindavakan fór fram. Nýsköpunarmiðstöð var með bás á staðnum og skartaði þar Fab Lab, Micro Bit, Ljósvörpu og DTE álgreini svo eitthvað sé nefnt. Mikil umferð var allan tímann sem sýningin stóð yfir og höfðu ungir sem aldnir mikinn áhuga á því sem kynnt var í básnum.
