Ráðstefna um öryggi sjófarenda - skráning hér! - Frestun til haustsins
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og Siglingaráð, i samstarfi við
Nýsköpunarmiðstöð Íslands standa fyrir ráðstefnu um öryggi sjófarenda
í september í sal Stýrimannaskólans við Háteigsveg.
Það sem af er öldinni hafa hátt í 200 skip og bátar strandað, fjórðungur þeirra
vegna ofþreytu skipstjórnanda. Á sama tíma hefur slysum á fólki á sjó þar sem
siglt er of hratt miðað við aðstæður fjölgað mikið. Í báðum tilfellum er athyglisbrestur
vegna þreytu eða þekkingarleysis helsti orsakavaldur. Á ráðstefnunni
verður fjallað um þær hættur sem stafa af ofþreytu eða andvaraleysi þeirra sem
stýra skipum og bátum og leiðir til lausna í lagasetningu, fræðslu og áróðri sem
og tækninýjungum.
Frítt er inn á ráðstefnuna. Skráning hér.
Dagskrá:
13:00–13:10 — Setning Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra siglingamála Stefna, aðgerðir, árangur
13:10–13:35 — Öryggisáætlun sjófarenda: Staða, aðgerðir, árangur Ásta Þorleifsdóttir, varaformaður Siglingaráðs
13:35–14:00 — Maritime safety in Polar waters: An update on the Cape Town Agreement ratification process
Michael Kingston, sérfræðingur í hafrétti og ráðgjafi IMO, Michael Kingston Associates
14:00–14:20 — Slys á sjó Methúsalem Hilmarsson, forstöðumaður forvarna hjá TM
14:30–14:45 — Kaffihlé
Forvarnir, tækni og nýsköpun
14:45–15:00 — Upplýsingar og öryggi, af ölduspá og fleiri nýjungum Fannar Gíslason, forstöðumaður hafnadeildar Vegagerðarinnar
15:00–15:20 — Vaktarinn Björn Jónsson, framkvæmdastjóri, Hefring Marine
15:20–15:40 — Strandvarinn Þórarinn Harðarson, rafmagns- og tölvuverkfræðingur, Strandsýn ehf
15:40–16:00 — Að hvolfa: Sleppibúnaður fyrir lítið dýpi Joakim Unosson, verkfræðingur hjá CM Hammar í Svíþjóð
16:00–16:15 — Hvert skal stefna? Pallborðsumræður Umsjón: Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri samgöngu og
sveitarstjórnarráðuneytisins
16:15–17:00 — Fundarslit og léttar veitingar
Fundarstjóri er Sigríður Ingvarsdóttir, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

