Könnun: Stytting vinnuvikunnar

Kostur 1

Hætta á hádegi einn dag í viku. Vinnutími er þá s.s. 8.00-16.00 frá mánudegi til fimmtudags, en frá 8.00 – 12.00 á föstudögum.

Ef þessi tillaga er samþykkt verða neysluhlé ekki á forræði starfsmanna. Öll “skrepp” eru einnig háð samþykkis yfirmanns og eru ólaunuð.  Undir slík skrepp falla t.d. klipping, nudd, verslun, bílastúss, heilsurækt, út að borða, stúss vegna framkvæmda, bankamál, skólasýningar/hátíðir og fjarvera sem er valkvæð og ekki nauðsynleg á vinnutíma. Fjarvera vegna veikinda, slysa og jarðarfara falla ekki undir þessa skilgreiningu og eru áfram leyfð á launuðum vinnutíma. 

Kostur 2

Unnið er eftir óbreytti fyrirkomulagi. Vinnutími er t.d. frá 8.00 – 15.47 með 13 mínútna styttingu á degi hverjum, eða vinnur fullan vinnudag fjóra daga í viku og hættir fyrr þann fimmta, t.d. á föstudegi klukkan 13.50.

Verði þessi tillaga samþykkt er neysluhlé áfram á forræði starfsmanns og markmiðum um styttingu vinnuvikunnar er jafnframt náð. 



Ef þú hefur við einhverju að bæta, endilega skrifaðu texta hér.