Starfsmannafélag

Gönguferð að gosinu í Geldingardal

Starfsmannafélagið stendur fyrir göngu að gosstöðunum á Reykjanesi miðvikudaginn 5. maí. Farið verður frá NMI kl. 12:30 á eigin bílum og ekið á Reykjanesið þar sem bílastæðin við gosstöðvarnar eru. Þaðan göngum við að sjálfu gosinu en við gerum ráð fyrir að ferðin í heild taki um sex tíma. Skráningu í gönguna má finna hér að neðan.

 Fleiri fréttir - Vísir

Tímasetningar:

 

12:30 Lagt að stað frá NMI

13:30 gengið frá bílastæðum við gosstöðvarnar

14:30 komið að gosinu

16:30 gengið að bílastæðinu

17:30 Ekið í bæinn

18:30 Komið í bæinn

 

Þeir sem hafa hug á að koma með þurfa að vera rétt útbúnir miðað við verkefnið. Vera í góðum gönguskóm og með réttan hlífðarfatnað, þar með talið húfu og vettlinga. Muna að taka myndavélina með og vatnsbrúsa.

 

Allir sem vilja koma með að gosstöðvunum vinsamlegast skráið ykkur hér fyrir neðan: Fyrirspurnir skulu berast á Birgi Jóhannesson birgirj@nmi.is


Árshátíð 2021 - könnun

Hér verður kannaður áhugi starfsmanna fyrir árshátíð NMÍ 2021. Farið verður til Vestmannaeyja morguninn 9. apríl. Frítt verður fyrir starfsmenn og 2500 króna kostnaður fyrir maka. Komið yrði til baka laugardaginn 10. apríl en þeir sem vilja gætu fengið að kaupa aukanótt á hótelinu í eyjum á góðu verði.

Hér að neðan biðjum við ykkur um að merkja við um áhuga ykkar á slíkri árshátíð, hvort þið mynduð mæta, hvort þið tækuð maka með og hvort þið hefðuð áhuga á aukanótt. Athugið að hér er um könnun að ræða, sjálf skráningin kæmi seinna.




-Drög að dagskrá-

9.apríl 2021 - föstudagur

 

  • 8:15 lagt af stað frá Reykjavík
  • 10:15 Áætluð koma í Landeyjahöfn
  • 10:45: Brottför frá Landeyjahöfn
  • 11:20: Koma til Vestmannaeyja
  • Tékk inn á hótel:
  • 12:30: Hádegisverður á GOTT/hóteli
  • 13:30: Skoðunarferð Þekkingarsetur Vestmannaeyja, Fiskasafnið/ Belugasafnið/ Fyrirhugað Fab Lab,  Varmadælustöð
  • 15:30: Frjáls tími
    • SPA á hótelinu / Sundlaug Vestmannaeyja  / Eldheimar / Sagnheimar / Bæjarrölt
  • 17:30  Fordrykkur á Slippnum:
  • 18:45   Borðhald hefst
  • Matur, skemmtiatriði,
  • 22:30 Dagskrá lokið vegna Covid 19 reglna
  • 23:00 Húsið tómt af gestum vegna Covid 19 reglna

 

10.apríl 2021 - laugardagur

  • 09:00 - 11:00 Morgunmatur
  • Spa
  • Heimferð fyrir þá sem vilja

Sumargrill SNMÍ 2020

Þriðjudaginn 16. júní verður sumargrill Nýsköpunarmistöðvar Íslands haldið með pompi og prakt. Skemmtun, bogfimi og ís í boði fyrir börnin (og hressa fullorðna). Nóg verður um ýmist gúmmelaði á grillinu.

Hvetjum alla til að mæta með börn sín og maka. Hittumst hress í Austurholti klukkan 15:30 og gerum okkur glaðan dag.

Gestir og sprotar: 4.000 kr.

Félagsmenn SNMÍ og makar: 1.000 kr. á mann

Frítt er fyrir börn (endilega skráið fjölda þeirra þó, svo að nóg verði af veitingum).

Bankareikningur: 0116-26-020909; kt. 520696-2459

Vinsamlegast skráið ykkur í síðasta lagi 12. júní.

Fyrirspurnir skulu berast á dagur@nmi.is





Billiardkvöld

Föstudaginn 7. febrúar kl. 19:00 ætlar SNMÍ að fjölmenna á Billiardbarinn í Faxafeni 12. Þar verða kjuðar potaðir í kúlur og samverunnar notið með samstarfsfólki. 

Frítt er í billiardinn fyrir félagsmenn og auðvitað fylgir bjór og hamborgi. Fyrir maka og utanaðkomandi kostar kr. 2000

Vinsamlegast skráið ykkur fyrir fimmtudaginn 6. febrúar. Allar fyrirspurnir skulu berast á dagur@nmi.is



Jólaball starfsmannafélagsins

Sæl öll.

Jólaball starfsmannafélags Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands verður haldið laugardaginn 14. desember í Kötlu, Árleyni 8.

Ballið byrjar kl. 11:00 og jólasveinninn er væntanlegur um kl. 11:30. Ballinu lýkur kl. 13:00.

Boðið verður upp á kökur og kakó.

Skráning hér fyrir neðan og hlökkum til að sjá ykkur!


Jólaveisla

Jólaveisla á Nauthóli

Nú eru jólin að nálgast og við ætlum að gera okkur glaðan dag og njóta samverunnar á veitingastaðnum Nauthóli!

Veislan verður miðvikudaginn 4. desember. Maturinn byrjar kl. 11:50 en gott er að leggja af stað ekki seinna en um kl. 11:30 til að tryggja sér stæði. 

Skráning fer fram hér að neðan. Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst en lokað verður fyrir skráningu  á föstudaginn 29. nóvember. Millifærið um leið inn á banka 0116-26-020909 kt. 520696-2459.

Verð fyrir félagsmann SNMÍ er 2.000 kr. en utanfélagsmenn 5.900 kr. 

Um er að ræða þriggja rétta matseðil þar sem val er á milli þriggja aðalrétta. Græmetisseðill er líka í boði.

Matseðlarnir eru eftirfarandi:

 Forréttir

  • Rækjukokteill að hætti Nauthóls.
  • Reyktur lax.
  • Grafinn lax með sólselju og einiberjum.
  • Tvíreykt hangikjöt með piparrót.
  • Jólapaté með títuberjasultu.

Aðalréttur
Val milli

  • Hamborgarhryggur með sætkartöflumús, rauðkáli og rauðvínssósu.
  • Kalkúnabringa með sætkartöflumús, rótargrænmeti og villisveppasósu.
  • Steiktur saltfiskur með tómat -‘concasse’, furuhnetum, steiktum kartöflum, klettasalati og hvítvínssósu.

Eftirréttur
Val milli

  • Súkkulaðimousse með berjum og krumbli eða Ris a´la mande

Vegan matseðill

Forréttir

  • Gljáð rauðrófa með sykruðum valhnetum.
  • Fylltur kúrbítur með sýrðu blómkáli.
  • Grænkálssalat með sætum kartöflum, granateplum og sinnepsvinaigrette.
  • Sveppa bruschetta með lauksultu og shiitake sveppum.
  • Blómkálstempura með sinnepsgljáa og piparrót.

Aðalréttur  

  • Villisveppahnetusteik með bankabyggi, borin fram með ristuðu rótargrænmeti, steiktum kartöflubátum og kryddbakaðri fenníku.

Eftirréttur

  • Karamellueplakaka með epla-orbet.

 

 Skráning hér fyrir neðan:






Flyover Iceland x Bryggjan Brugghús

Föstudaginn 15. nóvember kl. 18:00 ætlum við að skella okkur í flugferð um landið hjá flyover Iceland. Mæting er stundvíslega kl. 18:00 og staðsetningin er Fiskislóð 43, 101 Reykjavík. Eftir flugferðina verður farið á Bryggjan Brugghús þar sem við fáum okkur hamborgara og bjór fyrir þá sem vilja.

Verð er 2.500 krónur fyrir starfsmenn og 7.500 fyrir maka og utanaðkomandi.

Greiðast skal á bankareikning: 0116-26-020909; kt. 520696-2459

ATH: Skráið ykkur í síðasta lagi í lok dags á Miðvikudaginn!

Fyrirspurnir berist á dagur@nmi.is





Gönguferð SNMÍ í Marardal

Mánudaginn 14. október ætlar SNMÍ að njóta íslenskrar náttúru í gönguferð í Marardal. Gengið verður undir dyggri leiðsögn Birgis Jóhannessonar. Lagt verður af stað frá Árleyni stundvíslega klukkan 16:00.

Enginn er aðgangseyrir og allir eru velkomnir!

Ekið verður Nesjavallaleið frá Geithálsi og bílarnir skildir eftir í  Dyradal. Gengið verður frá Dyradal um 3,5 km leið, upp á ásana og niður í Marardal, sem er beint fyrir neðan Skeggja, hæsta tind Hengils. Dalbotninn er marflatur og dalurinn er hömrum girtur. Dalurinn var áður notaður af bændum sem geymsla fyrir nautgripi, en dalurinn er grösugur og aðgangur er að vatni. Gangan fram og til baka mun taka um 2-3 tíma.


Haustferð SNMÍ 2019



Greiðast skal á bankareikning: 0116-26-020909; kt. 520696-2459

Ársfundur SNMÍ verður haldinn daginn áður um hádegisbilið frá 12:00-13:00 í Kötlu.


Sumargrill SNMÍ 2019

21. júní verður sumargrill Nýsköpunarmistöðvar Íslands haldið með pompi og prakt. Skemmtun, bogfimi og ís í boði fyrir börnin (og hressa fullorðna). Nóg verður um ýmist gúmmelaði á grillinu.

Hvetjum alla til að mæta með börn sín og maka. Hittumst hress í Austurholti klukkan 16:00 og gerum okkur glaðan dag.

Gestir og sprotar: 4.000 kr.

Félagsmenn SNMÍ, makar og börn: 1.000 kr. á mann

Bankareikningur: 0116-26-020909; kt. 520696-2459

Vinsamlegast skráið ykkur í síðasta lagi 14. júní.

Fyrirspurnir skulu berast á dagur@nmi.is





Göngu- og sundferð SNMÍ 2019

immtudaginn 13. júní ætlum við að skella okkur í gönguskóna og arka uppá nágranna okkar, Úlfarsfell. Leiðin niður liggur svo í Mosfellsbæ þar sem við ætlum að þvo af okkur svitann í heitu pottunum í Lágafellslaug.

Gangan hefst stundvíslega 16:30 frá Austurholti. Eftir sundið lýkur formlegri dagskrá en þeir sem vilja geta farið saman út að borða eða fengið sér bjór. Frítt er í sund fyrir félagsmenn SNMÍ.

 



Ómenningarferð SNMÍ

Föstudaginn 5. apríl ætlar starfsmannafélag nýsköpunarmiðstöðvar íslands í (ó)menningarferð til miðbæjar Reykjavíkur, með öðrum orðum pöbbarölt. Fjölmennt verður frá NMÍ á Kalda bar klukkan 17:00 en þeir sem vilja geta hitt okkur á Kalda bar klukkan 17:30.

 

Boðið verður uppá nokkrar umferðir af öli sem og mat.

Verð er 1000 krónur fyrir meðlimi SNMÍ og 3000 krónur fyrir utanaðkomandi.

Bankareikningur: 0116-26-020909; kt. 520696-2459

Hlökkum til að sjá ykkur!

 




Föstudaginn 15. mars ætlar SNMÍ að fjölmenna á Billiardbarinn, Faxafeni 12. Þar verða kjuðar potaðir í kúlur og samverunnar notið með samstarfsfólki.

 

Frítt verður í Billiard fyrir meðlimi, 1000 kr. fyrir maka og utanaðkomandi.

 

Vinsamlegast skráið ykkur fyrir þriðjudaginn 12. mars. Allar fyrirspurnir skulu berast á dagur@nmi.is



Þorrablót 2019

Nú er komið að fyrsta viðburði starfsmannafélagsins á nýju ári. Föstudaginn 1. febrúar ætlum við að hittast í Austurholti og njóta samverunnar með maga fullan af súrmeti, góðum drykkjum og ýmsu hnossgæti.

Eftir veisluna munu áhugasamir svo spila félagsvist á meðan dreypt er á veigum og hákarl etinn.

Blótið hefst klukkan 18:00 og er verð eftirfarandi:
Meðlimir starfsmannafélagsins - 2.000 kr.
Makar - 3.500 kr.
Aðrir - 4.500 kr.

Bankareikningur: 0116-26-020909; kt. 520696-2459

Skráning fer fram hér að neðan og lýkur 25. janúar.

Ef þið hafið áhuga á að mæta og njóta félagsskapsins en ekki borða matinn, endilega skráið ykkur og sendið okkur samhliða skilaboð þess efnis á dagur@nmi.is. 

Skráning, vinsamlegast fyllið út fyrir 25. janúar. Ef þið viljið ekki borða matinn sendið einnig skilaboð á dagur@nmi.is.






Stjórn starfsmannafélagsins

Dagur Ingi Ólafsson
Dagur Ingi Ólafsson
Verkefnastjóri
Helen Ósk Haraldsdóttir
Helen Ósk Haraldsdóttir
Verkefnastjóri
Jón Matthíasson
Jón Matthíasson
Verkefnisstjóri - prófanir og ráðgjöf
Kolbrún R. Ragnarsdóttir
Kolbrún R. Ragnarsdóttir
Verkefnastjóri
Kristján Óskarsson
Kristján Óskarsson
Verkefnastjóri
Margrét Þórðardóttir
Margrét Þórðardóttir
Gagnavinnsla

Fyrri viðburðir

Hér að neðan sjást viðburðir sem haldnir hafa verið.

Jólaball SNMÍ

Sæl öll,

Núna er komið að jólaballi Starfsmannafélagsins.

Það verður haldið næstkomandi laugardag, 15. desember, í Kötlu að Árleyni 8.

Ballið byrjar klukkan 11 og jólasveinninn er væntanlegur um 11:30. Ballinu líkur um 13:00.

Boðið verður upp á kökur og kakó.

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Skráning fer fram hér að neðan og lýkur fimmtudaginn 13. desember.

Skráning á jólaball SNMÍ

Skráningu lokið



Hermikappakstur

Bráðlega opnar GT Akademían hermi-kappakstur. Við hjá starfsmannafélaginu höfum ákveðið að fjölmenna í GT Akademíuna og prófa „alvöru“ kappakstur.

Hjá GT Akademíunni hafa verið settir upp 8 hreyfihermar og geta 24 einstaklingar keppt í einu. Hreyfihermir er kappaksturssæti sem líkir eftir togkröftum sem myndast í alvöru kappakstursbílum. Þú finnur fyrir því þegar tekið er að stað, bremsað, beygt, keyrt yfir kanta, o.s.frv. Markmiðið er að bjóða upp á aksturs-upplifanir sem eru nær óaðgreinanlegar frá akstri í raunheimum.

Kappaksturinn verður föstudaginn 30. nóvember kl. 18:00 í Ármúla 23.


Jólaglögg starfsmannafélagsins - morðráðgáta

Starfsmannafélagið verður með annað snið á jólaglögginu í ár. Boðið verður upp á að taka þátt í morðráðgátu sem mun gerast á 20 áratungum í New York í einkaklúbbnum (speakeay) „The Juice Joint“, þar sem aðeins sérvaldir fá að stíga inn fæti – og þér er boðið!

Markmið kvöldsins er að finna út hver er morðinginn í hópnum og hafa gaman saman. Boðið verður upp á léttar veitingar. Allir sem taka þátt fá úthlutaða persónu sem þeir munu leika um kvöldið og hvatt verður til að mæta í búningum sem eru í takt við tímabillið (hugsið Great Gatsby), það er samt ekki nauðsynlegt. Þar sem allir fá sína eigin persónu er mikilvægt að skrá sig tímanlega.

Þessi jólaviðburður starfsmannafélagsins er föstudaginn 7. desember klukkan 19:00 í Árleyni 8.

Skráning fer fram hér.

Verð fyrir félagsmenn: 500 kr.

Verð fyrir maka og starfsmenn sem eru ekki í félaginu: 1.000 kr.

Bankareikningur: 0116-26-020909; kt. 520696-2459

Skráningu lokað


Íþróttastyrkur

Íþróttastyrkur er til að hvetja starfsmenn til heilsueflandi líkamsræktar. Umsóknarfrestur íþróttastyrks NMI er til og með föstudagsins 23. nóvember 2018.

1.       Skilyrði fyrir úthlutun

Styrkur er greiddur gegn framvísun á kvittun vegna útlagðs kostnaðar sem tengist þeirri líkamsrækt sem starfsmaður stundar. Á kvittun skal koma fram nafn starfsmanns, kennitala, upphæð og dagsetning. Kvittun má senda á rafrænu formi, sem viðhengi.

 2.       Upphæð og styrktímabil

Upphæð styrksins er kr. 18.000,- að hámarki. Veittur er styrkur vegna kostnaðar sem á sér stað frá nóvember 2017 til 1. nóvember 2018.

 3.       Úthlutun og greiðsla

Starfsmannafélagið hefur milligöngu um útborgun íþróttastyrkja en Nýsköpunarmiðstöð greiðir kostnaðinn. Styrkurinn er greiddur inná uppgefinn reikning starfsmanns.

 

 Skráningu lokað



Spilakvöld

Föstudaginn 2. nóvember ætlar Starfsmannafélagið að standa fyrir sínum fyrsta smáviðburði sem að þessu sinni verður spilakvöld. Póker verður aðalspil kvöldsins en einnig verða önnur spil í boði eftir áhuga. Boðið verður upp á pítsur, drykki og létt nasl.

Spilað verður frá 18-21, jafnvel lengur ef stemmarinn er í hámarki! Stutt pókerkennsla verður í boði klukkan 17:30 fyrir áhugasama. 
Makar velkomnir!


Skráning fer fram hér fyrir neðan og lýkur miðvikudaginn 31. október.


Hlökkum til að sjá ykkur! Komið með góða skapið ;)

Eyðublað

Jólaveisla á Nauthóli

Nú eru jólin að nálgast og við ætlum að gera okkur glaðan dag og njóta samverunnar á veitingastaðnum Nauthóli!

Veislan verður miðvikudaginn 4. desember. Maturinn byrjar kl. 11:50 en gott er að leggja af stað ekki seinna en um kl. 11:30 til að tryggja sér stæði. 

Skráning fer fram hér að neðan. Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst en lokað verður fyrir skráningu  á föstudaginn 29. nóvember. Millifærið um leið inn á banka 0116-26-020909 kt. 520696-2459.

Verð fyrir félagsmann SNMÍ er 2.000 kr. en utanfélagsmenn 5.900 kr. 

Um er að ræða þriggja rétta matseðil þar sem val er á milli þriggja aðalrétta. Græmetisseðill er líka í boði.

Matseðlarnir eru eftirfarandi:

 Forréttir

  • Rækjukokteill að hætti Nauthóls.
  • Reyktur lax.
  • Grafinn lax með sólselju og einiberjum.
  • Tvíreykt hangikjöt með piparrót.
  • Jólapaté með títuberjasultu.

Aðalréttur
Val milli

  • Hamborgarhryggur með sætkartöflumús, rauðkáli og rauðvínssósu.
  • Kalkúnabringa með sætkartöflumús, rótargrænmeti og villisveppasósu.
  • Steiktur saltfiskur með tómat -‘concasse’, furuhnetum, steiktum kartöflum, klettasalati og hvítvínssósu.

Eftirréttur
Val milli

  • Súkkulaðimousse með berjum og krumbli eða Ris a´la mande

Vegan matseðill

Forréttir

  • Gljáð rauðrófa með sykruðum valhnetum.
  • Fylltur kúrbítur með sýrðu blómkáli.
  • Grænkálssalat með sætum kartöflum, granateplum og sinnepsvinaigrette.
  • Sveppa bruschetta með lauksultu og shiitake sveppum.
  • Blómkálstempura með sinnepsgljáa og piparrót.

Aðalréttur  

  • Villisveppahnetusteik með bankabyggi, borin fram með ristuðu rótargrænmeti, steiktum kartöflubátum og kryddbakaðri fenníku.

Eftirréttur

  • Karamellueplakaka með epla-orbet.

 

 Skráning hér fyrir neðan: