Jólaveisla 2019

Jólaveisla á Nauthóli

Nú eru jólin að nálgast og við ætlum að gera okkur glaðan dag og njóta samverunnar á veitingastaðnum Nauthóli!

Veislan verður miðvikudaginn 4. desember. Maturinn byrjar kl. 11:50 en gott er að leggja af stað ekki seinna en um kl. 11:30 til að tryggja sér stæði. 

Skráning fer fram hér að neðan. Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst en lokað verður fyrir skráningu  á föstudaginn 29. nóvember. Millifærið um leið inn á banka 0116-26-020909 kt. 520696-2459.

Verð fyrir félagsmann SNMÍ er 2.000 kr. en utanfélagsmenn 5.900 kr. 

Um er að ræða þriggja rétta matseðil þar sem val er á milli þriggja aðalrétta. Græmetisseðill er líka í boði.

Matseðlarnir eru eftirfarandi:

 Forréttir

  • Rækjukokteill að hætti Nauthóls.
  • Reyktur lax.
  • Grafinn lax með sólselju og einiberjum.
  • Tvíreykt hangikjöt með piparrót.
  • Jólapaté með títuberjasultu.

Aðalréttur
Val milli

  • Hamborgarhryggur með sætkartöflumús, rauðkáli og rauðvínssósu.
  • Kalkúnabringa með sætkartöflumús, rótargrænmeti og villisveppasósu.
  • Steiktur saltfiskur með tómat -‘concasse’, furuhnetum, steiktum kartöflum, klettasalati og hvítvínssósu.

Eftirréttur
Val milli

  • Súkkulaðimousse með berjum og krumbli eða Ris a´la mande

Vegan matseðill

Forréttir

  • Gljáð rauðrófa með sykruðum valhnetum.
  • Fylltur kúrbítur með sýrðu blómkáli.
  • Grænkálssalat með sætum kartöflum, granateplum og sinnepsvinaigrette.
  • Sveppa bruschetta með lauksultu og shiitake sveppum.
  • Blómkálstempura með sinnepsgljáa og piparrót.

Aðalréttur  

  • Villisveppahnetusteik með bankabyggi, borin fram með ristuðu rótargrænmeti, steiktum kartöflubátum og kryddbakaðri fenníku.

Eftirréttur

  • Karamellueplakaka með epla-orbet.

 

 Skráning hér fyrir neðan: