Outlook - spurt og svarað - Q&A

Þú getur sent inn spurningu hér að neðan.

Fyrir þá sem eru þegar með outlook netfang( og eru að nota það daglega), er ekkert mál að hafa báða opna?

Það er ekkert mál að vera með mörg netföng í einu Outlook forriti, hvort sem er í tölvu eða síma. Sjá myndina og skýringar að neðan: 

 

 

Efst í Outlook er sameiginleg sýn á öll netföng sem eru í notkun hjá viðkomandi. (All Accounts) Þannig sérðu allan nýjan póst sem þú hefur fengið á einum stað. 

Hvert netfang (hvert account) birtist síðan á sínum stað fyrir neðan heildarflipann. Ef ég væri með fleiri en eitt netfang tengt við Outlook - kæmi það í flipa fyrir neðan netfangið fjalar@nmi.is

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mun gamli pósturinn minn koma inn í Outlook ?

Nei, Outlook byrjar með hreint borð. Nýr póstur mun berast í Outlook - en allar gamli pósturinn verður áfram aðgengilegur í Notes. 

Hvað ef netfangið mitt er það sama og log-in nafnið?

Þá skaltu nota það - en notaðu það allt: notandi@nmi.is 

Eru einhverjar addressubækur innanhúss sem við höfum aðgengi að eins og í gamla? 

Allir starfsmenn eru tengdir inn í kerfið. Til að fá nafnalistann er hægt að byrja að skrifa nafn og smella svo á Control-K

Svo er líka hægt að smella á bókina fyrir aftan netfangalínuna og skoða alla adressubókina. 

 

 

 

Hvernig er með calender systemið- er það enn Lotus? eða notum við líka Outlook

Er það tengt við starfsmenn og þeirra dagatal sem og fundarsali?  

Við notum Outlook fyrir fundarbókanir. Við bjóðum fundarherberginu á fundinn eins og starfsmanni. Við erum að skoða hvort herbergið sé ekki örugglega tekið frá. Það gæti verið að eldri bókanir úr Notes séu enn virkar. 

Hvað varð um inboxið eftir að ég svaraði einu skeyti ?

Það á að vera nóg að ýta á Home takkann efst til vinstri. Inboxið á að vera undir Alla Accounts og undir NMÍ account. (hér fjalar@nmi.is)

 

 

 


En athugið líka að niðri vinstra megin eru FIMM ÍKON: 

Mail  - Calendar - Contacts(People) - Tasks - Notes

 

 

 Er sama ferli við að setja póstinn upp í símanum eins og í tölvunni?

Sækið Outlook í App Store/Play Store - annars sama ferlið. 

Hvað verður um skjalasöfn (eins og gæðahandbók) sem eru inni á Lotus Notes?

Við skiptum bara um tölvupóst núna. Skjalakerfið er á sínum stað í Notes áfram. Nýtt skjalakerfi verður tekið upp með haustinu. 

Sendu inn spurningu

Netfangið er ekki birt með spurningunni - það er bara til þess að við getum svarað beint ef á þarf að halda.