Rétt vinnuaðstaða

Bakverkir eru algengasta vinnutengda heilsufarsvandamálið í Evrópu.  Hér á eftir eru nokkrir punktar sem hægt er að fara eftir svo draga megi úr bakverkjum og öðrum stoðkvillum starfsfólks.

Til að tryggja heppilegar vinnustellingar þarf að sjá til þess að vinnuhæð og uppröðun búnaðar henti starfsmanni

  • Mikilvægt að velja borð og stóla með tilliti til notenda 
  • Velja stillanleg húsgögn
  • Gera ráð fyrir góðu rými í kringum vinnusvæðið
  • Pláss fyrir fætur undir borði
  • Stillanlegir stólarmar sem ekki hindra aðgang að borði

Heppileg vinnustelling er þegar starfsmaður getur unnið með:

  • beint bak og slakar axlir
  • olnbogana sem næst líkamanum
  • jafnri dreifingu líkamsþunga hvort sem er unnið standandi eða sitjandi
  • Mikilvægt að skipta oft um stellingu!

 

Lesefni

Matskerfi fyrir vinnustellingar - fínt að skoða þetta og meta vinnuaðstöðuna.

Kynning Friðjóns Axfjörð Árnasonar frá Vinnueftirlitinu